miðvikudagur

í dag ætla ég að vera fullorðins og gera hlutina sem þarf að gera og í kvöld ætla ég að leigja mér einhverja væmna ræmu og hafa það huggulegt með sjálfri mér því örninn minn verður í upptökum. þetta er annar hamingju-sprengdur dagur... gaman þegar að það koma svona tveir í röð og ég trúi því að það haldist út vikuna því að ösp er að koma til okkar á föstudaginn og ég hlakka óskaplega mikið til. hún ætlar að vera hjá okkur yfir helgina og menningarnóttina, gista í hryggskekkjusófanum sem að björk litla er búin að gista í seinustu tvær nætur og við ætlum að verða ofur-tipsí saman og menningarlegar. mig grunar samt að rigning muni setja strik í reikninginn en hvað um það, ég held þá bara dauðahaldi í kirsuberjaregnhlífina sem að svanhildur frænka gaf mér.
ég er farin að hlakka til jólanna. þetta er venjulega tíminn sem að sú tilhlökkun fer í gang, eftir það er það afmælið. ég get bara ekki beðið og aðal ástæðan er sú að örninn bað mig um að halda jólin með sér þegar við vorum bara búin að vera kærustupar í nokkra daga. það bræddi hjarta mitt og mér fannst það óskaplega rómantískt. ég gæti ekki hugsað mér betri blöndu, örn + jól.

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Tinna Kirsuber sagði...

Villtu gera betur grein fyrir máli þínu?

Tinna Kirsuber sagði...

Það er svo spurning um hvort eða hvor okkar sé sorglegri... Þú getur ekki einu sinni sagt skoðun þína undir nafni.