miðvikudagur

ef þið viljið "downer" þá mæli ég með að þið horfið á million dollar baby. að sjá clint eastwood gráta er eins og að sjá pabba sinn gráta eða eitthvað álíka. þetta er alveg ágæt mynd svosum og allt í lagi með það en ég hef ekki séð svona mikinn mannlegan harmleik síðan ég sá mystic river um daginn. ég "meika" ekki svona... ég vil bara hryllingsmyndir, löggu- og stríðsmyndir eða myndir sem láta mann trúa á ævintýri. die hard myndirnar voru t.d. góðar ræmur, afhverju gerir enginn svoleiðis myndir lengur? nú eru allar myndir "realískar" og fjalla um ömurleika lífsins, helst með korters löngum nauðgunaratriðum, eitthvað sem að ég hef djöfullega andstyggð á og píni mig ekki yfir. en kannski þarf að gera þetta, kannski er þetta bara endurspeglun á raunveruleikann... og ég hef heyrt að "art imitates life" sem er upp að vissu marki rétt. ég er ekki að tala um að ég vilji bara sjá myndir um einhverjar einmana konur sem borga mönnum til að vera "deitið" sitt í brúðkaupi og verða svo óvart ástfangnar af þeim af því að þeir segja svo fallega hluti við þær eða konur sem fara á fyllerí með besta vini sínum sem er hommi, sofa hjá honum og verða ófrískar og þá kemur upp úr dúrnum að gaurinn er ekkert hommi og hefur alltaf elskað konuna... what ever! ég er bara að meina, hvað varð um þennan einlæga raunveruleikaflótta sem að maður vill upplifa yfir góðri kvikmynd? eins og amelie sem er uppáhaldsmyndin mín, yndisleg mynd sem lætur manni líða vel, elska lífið og sjálfan sig aðeins meira og trúa á ævintýri án þess að vera klisjulegur amerískur skeinipappír. enda er hún frönsk. ég náttúrulega ræð hvað ég horfi á svo ég ætti ekkert að vera að ergja mig á þessu. kannski ég geri bara kvikmynd með öllu því sem að mér finnst skemmtilegast í myndum, ævintýri, ást, vampírur, nornir, kettir, kynlíf, draugar, myndlist o.s.fr.... ég er líka að hugsa um að kollverpa yfirlýsingu minni um að ég hati evrópskar myndir og myndir sem gerðar eru fyrir 1990. héðan í frá horfi ég bara á svoleiðis kvikmyndir.
kristján yfir-örn og "eagledad" er að koma í mat til okkar í kvöld. ég ætla að gera kjötbollurnar frægu, kryddkartöflurnar og nú ætla ég að hafa piparsósu með í staðinn fyrir vafasömu brúnu sósuna sem var seinast. ég ætla líka að passa mig á kryddinu, seinast urðu bollurnar svo brimsaltar daginn eftir að örninn minn var sá eini sem fékkst til að borða þær... það er pínu stressandi að vera að fara að bjóða kærasta-pabbanum í mat en samt ekki eins og ég hefði haldið. það er eins og ég hafi þekkt þau alla ævi og ég er ennþá svo skotin að ég gæti knúið heila borg með rafmagni úr hjartanu á mér...

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

ég var í útlöndum og keypti einungis raunveruleikaflóttarómantískarnæntísmyndir. dirty dancing, pretty woman, about a boy, notthing hill, waynes world 1&2, abfab og fleiri. þér er velkomið að fá lánaðar myndir hjá mér ef þú vilt. þín b.

Ösp sagði...

ohhh Amelie er uppáhalds myndin mín í öllum heiminum, maður verður svo ótrúega glaður eftir að hafa horft á hana. þar eru all the small things og kækir, upphafðir, eins og að elska að sprengja einangrunarplast og að stinga hendinni ofaní poka fullan af fræjum. Maður segjir engum frá svoleiðis hlutum en þarna kemur það fram! Love it!
og ég elska evrópskar myndir:)

Tinna Kirsuber sagði...

Ó mæ god! Dirty dancing og Pretty woman!?!?!?! Hell yeah! Ég fæ þær lánaðar.... Ég eeeeelska Pretty woman. Takk dúlla!

Ég hef bara verið með unglingaveiki undanfarin ár, einhver neikvæðni bara að segjast hata evrópskar myndir. Það verður breyting nú á... Ég og Örn vorum nefnilega að telja upp allar evrópskar myndir sem okkur finnast skemmtilegar og allt í einu voru það alveg heill hellingur sem að mér fannst skemmtilegar. Svona er þetta, batnandi konum er best að lifa! :D