þriðjudagur

þá liggur leiðin norður næstu helgi, ég get ekki beðið. smá frí og svo fer skólinn að byrja og undirbúningur myndlistarsýningarinnar okkar þuru heldur áfram. shadow parade er að spila í smekkleysubúðinni á föstudags-síðdeginu, ég hvet alla til að kíkja þangað og svo brunum við örn, beggi og maggi norður eftir það... dear god ég vona að þeir aki eins og menn... litlu drengirnir mínir eru að fara að spila á akureyri á laugardaginn... var það ekki í ketilshúsinu?
ég er enn á ný búin að uppgötva rás 1. ég er undanfarnar vikur búin að vera að gæla við það að skipta um stöð, fara frá rás 2 yfir á rás 1 en einhvern veginn ekki komið mér í það. en svo þegar við vöknuðum í gær var útvarpið mitt stillt á það helvíti sem X-ið er, ég er lítið fyrir þá stöð. þeir spila þar bara tónlist með hljómsveitum sem allar virðast hafa sama yrkisefnið... vonda stjúppabba og grátandi höfrunga. en viti menn! þá rambaði örninn minn inn á rás 1 mér til mikillar ánægju og þar hef ég mér unað síðan þá. rás 1 er besta stöðin og ég er orðin gömul kelling.
horfði á lost í gær og uppgötvaði að mér finnst þessi annars ágæta þáttaröð hafa dalað eitthvað seinustu vikurnar. þetta er allt farið að snúast um einhverja ótrúlega "paranoju" og fingrabendingar.
himininn grætur heil ósköp í dag og það er svo huggulegt að hlusta á rigninguna með te í bolla... ég ætti að reyna að mála eitthvað. ég hef lítið annað að segja...

Engin ummæli: