föstudagur

við hjónaleysin erum sumsé að fara að halda grillveislu á morgun eða við verðum með heitt grill og vinir okkar geta svo komið með sinn eigins mat og veigar og grillað hjá okkur og drukkið áfengi. þetta verður einskonar innflutningspartý því við höfum enn ekki haldið neitt slíkt. en málið er að við eigum ekki grill og á mig herjar nú mikill kvíði yfir því. ég er nú orðin töluvert afslappaðri en ég var á árum áður, aðeins minni þjóðverji í mér nú en áður fyrr og ég ætlaði að taka grill-dæmið á "þetta reddast" viðhorfinu en það er einhvernveginn að bregðast mér núna... ég skil ekki hvað ég er að bulla... við kaupum bara fullt af einnota grillum og reddum þessu þannig. hvar ætli fáist ódýr kolagrill?

7 ummæli:

Þórdís Gísladóttir sagði...

Europrís á Grandanum

Nafnlaus sagði...

Viá skjót viðbrögð-run lika tiger sting like a bee kona góð.Takk fyrir og sammála með sumarprófin. Lifðu í lukku. Kate Gotti

Tinna Kirsuber sagði...

Takk múmínmamma... Ég held líka að þau séu ódýr í Rúmfatalagernum.

Nafnlaus sagði...

er enginn vina þinna eða vinnufélaga sem á grill sem þú getur fengið lánað?

Tinna Kirsuber sagði...

Svo virðist ekki vera...

Heiða sagði...

uuu, maður segir nú víst hjónaleysin, en ekki hjónaleysurnar. nema þú hafir bara alveg vitað það og þetta sé brandari, en ég vildi bara til öryggis koma þessu að...uuu hmmm

Tinna Kirsuber sagði...

Heyrðu! Þakka þér fyrir, ég vissi þetta ekki.