föstudagur

hvað ætli sé dæmigert fyrir mig?
fór í kringluna í dag... "peppaði" sjálfa mig augljóslega ekki nógu mikið fyrir það því ég fékk "semi" taugaáfall þar inni. allt morandi í pirruðu fólki að flýta sér, allt morandi í ískrandi gelgjum í hvítum gegnsæjum pilsum og g-strengjum, allt morandi í grátandi börnum og amerískum dögum. keypti það sem ég þurfti og hljóp út. það bætti aðeins úr skák að strætó var á undan áætlun, þjóðverjinn ég er svo hrifin af svoleiðis, öllu sem er á undan áætlun. simple mind, simple pleasures...
ég er annars í smávegis vandræðum... ég veit ekki hvort ég eigi að kaupa mér passa á kvikmyndahátíðina. það fylgja því talsverð útgjöld að fara á airwaves en þangað ætla ég mér þó ég þurfi að fara í líkkistu því örninn minn er að spila þar bæði með hljómsveitinni ég og svo auðvitað elsku bestu shadow parade. það er því alls ekkert vafamál að ég er að fara þangað auk þess sem mig langar alveg óskaplega á airwaves. en svo er ég líka mikil kvikmyndaáhugamanneskja og langar alveg ofboðslega ægilega hrikalega mikið á kvikmyndahátíðina en passinn kostar 6.000 kr. og eins og allir vita sem lesa þetta blogg mitt þá þá kann ég aura minn tal, þ.e. ég veð ekki í peningum. en ef ég aftur á móti sleppi því að borða eða fara út úr húsi í október gæti þetta bjargast... ég geri það bara. veiiiii!!!!! ég er að fara á airwaves OG kvikmyndahátíðina.
ég er stundum að gæla við þá hugmynd að verða slökkviliðsmaður en þá man ég að ég er bara 165 cm, 57 kíló og með sköp. maður þarf víst að vera 180 cm, 90 kíló og með typpi eða eitthvað álíka fasistalegt... mig langar til að vera hetja...

2 ummæli:

dora wonder sagði...

ég held að maður verði meira að segja að vera með níutíu kílóa typpi. - by the way þá er bíllinn stórkostlegur, þú verður eins og forrík bankastjórafrú þegar þú situr í honum þessum. og annað, var ég að missa af einhverju, er uppselt á airwaves, fyrst að beta seldi þér miðann sinn? óó ég hélt það væri ekki byrjað að selja inn :-S

Nafnlaus sagði...

það er ekki uppselt en ég mundi drífa mig að kaupa miða. tinna.