fimmtudagur

komum heim úr sveitinni í gær eftir 5 daga dvöl, það er ágætt að vera komin heim en ég hefði alveg gefið eins og eina tá til að vera lengur í svarfaðardalnum, á tjörn hjá yndislegu stelpunum.
ég er með sköpunarstíflu á mjög alvarlegu stigi og get ómögulega skrifað neitt hérna né málað á strigann sem starir í þessum skrifuðu orðum gapandi hvítur á mig, hann er eins og helvítið sem ég vona að ég vakni aldrei í. auk þess er ég orðin kvíðin fyrir skólann... ekki útaf lærdómnum, ekki skólanum sem slíkum heldur félagsfælninni sem krækir í hnakkadrambið á mér þegar ég þarf að fara á nýja staði þar sem er nýtt fólk. ég ætla að reyna að yfirstíga þetta... kannski best að vera bara full á mánudaginn, fyrsta daginn í skólanum eða í öllu svörtu og vona að enginn taki eftir mér. djöfullinn sjálfur að geta ekki verið "eðlilegur" einstaklingur á svona tímum, djöfullinn að eiga ekki litla púpu núna til að skríða inn í. engu að síður er best að halda svona hugarangri útaf fyrir sig og ef einhver spyr þá segi ég allt frábært.
ég ætla að fá lánaða eina ferskeytlu eftir káinn hingað á síðuna og tileinka hana öllu fólkinu sem ég hafði að einhverju ráði samneyti við þessa 5 daga í sveitinni, gyðjunum á tjörn, yndislegasta, besta, sætasta, besta, besta og besta kærastanum mínum sem ég elska útaf lífinu og sérstaklega litlu hagyrðingunum tveimur sem héldu fyrir mér ánægjulegri vöku á föstudagsnóttina með kveðskap:

síðan fyrst ég sá þig hér
sólskin þarf ég minna,
gegnum lífið lýsir mér
ljósið augna þinna.

3 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Alveg er svona mannafælni furðuleg. Þetta er öfugt hjá mér, ég hef fremur áhyggjur af því að nýr hópur manna verði ekki samboðinn mér, tali í klisjum og kunni ekki að meta það sem ég hef fram að færa.

Ösp sagði...

Mikið ósköp var gaman að hafa ykkur hérna hjá okkur! Og ég hefði heldue betur vilja hafa ykkur lengur! En ég kem bráðum suður og þá verður heldur betur glatt á hjalla :D

Tinna Kirsuber sagði...

Svona er nú fólkið misjafnt Ágúst minn...