sunnudagur

þunn tinna á sunnudegi. borðaði beyglu sem mig langar núna til að "skila" og er að horfa á sex & the city, vildi að ég ætti snakk og ótæpilegt magn af kóka kóla og sígarettum en sökum skólabókakaupa sem fóru fram úr öllu hófi er ég staurblönk. demitt!
opnunin gekk vel í gær þó að það hafi fæstir komið sem ég vonaðist til að sjá eins og t.d. mamma mín, en það er nú bara þannig. auk þess sem að ég hef aldrei verið jafn stressuð fyrir opnun áður en það er líklega af því að ég var feimin við að sýna nýja kærastanum mína listsköpun, einn eitt fyrsta skiptið sem er erfitt að komast yfir en verður strax betra þegar það er yfirstaðið. ég varð líka verulega tipsí sökum stressins og uppsker nú fyrir það. fórum svo í kveðjupartý til ara eldjárns, svo á ellefuna að hlusta á vin arnar spila og svo heim. og satt best að segja man ég ekkert voða skýrt eftir kvöldinu. æ fokkitt! nú er þetta komið gott enda er djamm-pásu-árstíðin gengin í garð, eða hún er svona u.þ.b. að gera það.
en nú ætla ég að halda áfram að vera þunn, get hvort sem er ekki hugsað um neitt annað.

2 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Til hamingju með sýninguna. Kíki á þetta við tækifæri.

Nafnlaus sagði...

Til lukku með sýninguna. Ég hefði að sjálfsögðu komið...ef ég hefði ekki verið að reka kindur af fjalli. Hlakka til að sjá þig. Þín frænka, Svanhildur