laugardagur


ég hef aldrei talið mig neina sérstaka áhugamanneskju um íþróttir... nema kannski þarna um veturinn sem mér hugkvæmdist að fara að læra box en var rekinn um vorið sökum ótæpilegs skapofsa... en það er önnur saga. en þannig er það nú bara að ef ég asnast til að setjast fyrir framan sjónvarpið þegar einhverjir boltaleikir eru í gangi, eiginlega alveg sama hver þá brýst iðulega útúr mér einhverskonar alter-ego-íþróttabrjálæðingur sem getur hvergi setið kjurr og öskrar á imbann í hvert skipti sem að mark er skorað eða dómarinn fer rangt með staðreyndir. þetta jekyll/hyde ástand er farið að íþyngja mér verulega þar sem að mér reynist erfitt að dylja það með dömuskap þegar ég er meðal fólks, svo sterkt er þetta afl. ef þið heyrið helíum-öskur á bergstaðastrætinu með meðfylgjandi blótsyrðum á erlendum tungum skulið þið ekki óttast, þetta er bara ég.

Engin ummæli: