mánudagur


jæja, hvað er að frétta? nú, það er bolludagur og ég er ágætlega hress, ekkert ofur en samt hressari en undanfarið, það fór að vísa uppá við í gær. og úr því að það er þessi annars ágæti dagur ætla ég að sjálfsögðu að gera kjötbollurnar frægu í kvöld og áðan rölti ég útí bakarí til að kaupa bolludags-bollur. ég rétt náði að vera á undan skrækrómuðu (ekki eins og ég heldur eins og mútur hljóma) unglinga-hersingunni úr MR og kvennó og missti mig algjörlega... ég er nefnilega voðalega lítið fyrir sætabrauð, kaupi mér aldrei neitt í bakaríum sem hefur glassúr eða klístur á sér en bolludagsbollurnar eru annað mál. mér finnast þær kannski ekkert sérstaklega góðar en þær eru allar svo fallegar og girnilegar, ég vildi bara óska að það væri hægt að kaupa mini-bollur. svona sem væru bara í munnbitastærð, það væri dásamlegt fyrir fólk eins og mig. en eins og ég sagði þá missti ég mig og keypti sjö bollur. 7 bollur!!! ég held ég hafi keypt eina af öllu, eða næstum því. ég stóðst ekki mátið og þetta var nú ekki svo dýrt. nema hvað að nú erum við bara tvö í kotinu og borðum bæði eins og eþíópíu-búar svo ég veit ekki hvernig þetta á eftir að enda. líklegast á sjúkrahúsi. en hvað um það...

örninn minn kom að vestan í gær og það gladdi mitt litla og viðkvæma hjarta yfirgengilega þrátt fyrir að blessuð pysjan hafi aðeins verið í burtu í einn dag. við erum ástfangin, það þarf ekkert að afsaka. eftir vinnuna mína sem mér tókst að fara í án þess að fá kvíða- og grátkast splæstum við í pítsu og leigðum ally mcbeal sem er nýja æðið á heimilinu. veit samt ekki hvort ég megi segja frá því útaf einhverri homma-fóbíu...

sem innanbúðarmaður eða hjásvæfa, bæði virkar hef ég fengið að vera þeirrar gæfu aðnjótandi að heyra semi-lokaútkomur á lögum væntanlegrar breiðskífu þeirra yndis-pilta í shadow parade og fjandinn fjandinn fjandinn hafi það! þetta er ótrúlegt... þeir eru alveg magnaðir. margir kunna að halda núna að þetta sé ég eingöngu að segja sem hliðholl ástkona en svo er ekki, ég hef hið ágætasta tónlistarvit þó ég segi svo sjálf og ég er að segja ykkur það núna að þetta er GOOD STUFF! þetta er eðal, alveg hreint... ég er óskaplega stolt af þeim litlu krílum.

öspin birtist hér í mýflugu mynd á fimmtudag og var horfin aftur með sólarupprásinni á laugardag. hef ákveðið að boða hana í stelpu-stuð helgina eftir afmæli vort...

við örninn stefnum nú á að afla nægilega miklu fé til að komast til amsterdam í byrjun ágústmánaðar í rómantíska sumar/afslöppunar ferð. svo vongóð erum við um að komast að í gær greiddum við staðfestingargjald fyrir gistingu á alveg hreint dásamlegu hosteli sem ég rambaði á á veraldarvefnum. þar eru herbergin hjólhýsi, sumsé hvert herbergi er eitt hjólhýsi og alveg hræ-ódýrt eða þannig... ég er sko búin að vera athuga þetta undanfarið og ég er alveg gáttuð á verðlaginu á gisti-stöðum í heiminum. hostelið sem ég fann er m.a.s. það eina í þessum verðflokki, viðráðanlega verðflokknum í allri amsterdam! það er ekki eins og fólk sé að fara fram á mikið... rúm, næði og pláss fyrir farangur. en hjálpi mér allir heilagir, engin furða að eina fólkið sem hefur efni á að fara til útlanda og aktúlet sofa eitthvað á ferðalaginu eru nýríkir sjálfstæðismenn.

Engin ummæli: