fimmtudagur

þegar ég vaknaði í morgun var ég svo sannfærð um að mér væri batnað að vonbrigðin þegar ég komst að því við illan leik að svo er ekki voru helvíti sár, eiginlega svíður mig enn alveg djöfullega. mér líður eins og gamlingja á einni af dauðabiðstofunum... vill ekki einhver koma og setja í mig þvaglegg og mata mig á mulinex-hökkuðum mat? andskotans helvítis, það er verið að hindra að ég geti bætt mig í skólanum. en um leið, ég endurtek: um leið og mér er batnað eða altsvo þegar ég get aktúelt farið að einbeita mér, það er ógerningur að einbeita sér að nokkru þegar manni líður eins og það sé logandi zippo kveikjari í brókinni hjá manni (ojj, þetta hljómar eins og ég sé með einhvern viðbjóðslegan kynsjúkdóm... ég er ekki með svoleiðis) mun ég hendast uppá þjóðarbókhlöðu og leigja mér þar rúm og búa uns ég hef lokið við lestur og áhorf á öllu því sem ég hef misst af undanfarnar vikur. og þar sem ég verð grasekkja um helgina eða hálfa helgina ætla ég að nýta tímann enn betur en ella og læra þar til að það blæðir úr eyrunum á mér.

tvennt sem fer óheyrilega í taugarnar á mér: gunni pálma, sonur pálma gunnarssonar (pálmi er svosum ágætur). hvaða viðbjóður er þetta?!?!?! er maðurinn orðabókaskilgreiningin á klisjulegur? þegar ég heyri í honum í útvarpinu með þetta "hero swimming with dolphins" lag liggur mér við uppköstum. annað: konan fyrir norðan sem er meðstjórnandi eða eitthvað álíka í morgunútvarpinu á rás2, man ekki hvað hún heitir... alveg hrikalega leiðinleg og "ideal" kandidat fyrir það sem ég myndi kalla kellingaleg. úff, ég þoli hana voða illa.

hvað á ég að gera? þarf að gleyma stöðugum sársauka og samviskubiti yfir því að vera að klúðra öllu. allar ábendingar vel þegnar.

4 ummæli:

Heiða sagði...

reyndu að fá endorfínflæði af stað með því að reyna eitthvað á þig, og það slær á vanlíðanina í smá tíma...meikaru að hlaupa? Nú eða hjóla standandi í smá tíma...Helltu þér svo upp á eðalgott kaffi, og vertu búin að kaupa dökkt súkkulaði, það eykur serótónín. Svo geturðu bara sitið í endorfín- og serótónín-vímu og þá gleymirðu sársaukanum ;-)

Tinna Kirsuber sagði...

HAHAHAHAAH!

Ágúst Borgþór sagði...

Mikið vildi ég að þú værir alltaf glöð og hamingjusöm, kæri nágranni og kattareigandi. Treysti því að þú sért það stundum og fari vaxandi. Schönen Wochenende.

HTB sagði...

Ég stórlega efast að þú eða nokkur maður gæti sofið upp á Þjóðarbókhlöðu (undarlegt nafn á stofnun...en hvað um það) því loftið þar er svo fúlt að þú myndir fá áreitis-asma áður en langt um liði.