þriðjudagur

á ég að segja ykkur mína skoðun á því hvers vegna "blóðið" í dömubindaauglýsingum er blátt? það er vegna þess að karlmenn þola ekki að vita að konum blæði rauðu einu sinni í mánuði á stað sem þeir elska að troða hinum heilanum sínum inní, þeim finnst það ógeðslegt, þeir vilja sem minnst af því vita og hvað þá sjá það. þess vegna er "blóðið" í dömubindaauglýsingum haft blátt, svo karlmenn þurfi síður að upplifa viðbjóðinn og óhuggulegheitin sem fylgja því að lifa í "splatter-mynd" einu sinni í mánuði. blátt ku nefnilega hafa hreinsunaráhrif á fólk, fólki finnst blár litur tákn um hreinlæti. og hana nú! p.s. þessum þankagangi er ekki beint að neinum einum karlmanni persónulega, bara svona "over all". mér finnast karlmenn ágætis fyrirbæri og hinn heilinn þeirra mjög fínn til síns brúks.

4 ummæli:

Heiða sagði...

Þetta er gáfulegasti og besti texti sem ég hef lesið í mörg ár. Geturðu ekki gert úr honum eitthvað svona listaverk, í bók, eða stækkað mjög mikið upp á vegg, eða eitthvað? Ég er mjög hrifin af þessari skoðun þinni, og held að þú eigir kollgátuna...

Tinna Kirsuber sagði...

Takk fyrir það :D

gulli sagði...

jah. rúðuúði og klósetthreinsir eru stundum blá að lit, en mér er persónulega ver við hreinsiefni en blóð.

Nafnlaus sagði...

Kíki stundum á bloggið þitt og þakka fyrir mig. Datt eitt í hug... það er til kenning sem segir að karlmenn séu dauðhræddir við að vera geldir og píkan tákni vöntun á limi og þar af leiðandi minnir hún á geldingu. Hvað þá ef það kemur blóð úr henni, hún hlýtur þá að hafa étið liminn. Góður texti.