föstudagur

æj, mér leiðist eitthvað... nenni samt engu, er bara að bíða eftir því að vinnan byrji... ég gæti svosum gert heilmargt, t.d. lært, tekið til, vaskað upp, fengið mér kríu (það er reyndar "banalt" og gæti endað illa), hent öllu myglaða dótinu úr ísskápnum en ég nenni því ekki, nýti morgundaginn í það og svo er matarboð hjá stóru systur um kveldið. í kvöld ætla ég að hafa það huggulegt eftir vinnu og hlakka til afmælisins, ég er svo hrifin af því svona á veturna. en núna, akkúrat núna ætla ég bara að hanga og hlusta á sigga ármann... þið ættuð líka að hlusta á hann, yndisleg mússík. ætli ég geti grafið eitthvað kalhæðið og fyndið uppúr fylgsnum hugans og sagt ykkur? ég er að hugsa...

ég og örninn minn erum núna búin að vera saman í "eitt barn" eða níu mánuði. ég er samt ekki að telja, man þetta bara óvart. einu sinni átti ég kærasta og við héldum uppá öll afmæli: "hey, við erum búin að vera saman í 7 mánuði, 2 vikur og 5 daga... út að borða!!!" og ég fékk eiginlega ógeð á því, með fullri virðingu fyrir þeim manni og því sambandi (gluð hvað ég vona að ég sé ekki að vera illgjörn núna). ég nenni engan veginn að hugsa útí þesslags hluti núna, finnst bara gaman að tíminn líði og að einn dagur var aðeins öðruvísi en hinir af því að þá urðum við kærustupar. ekkert stress eða "panik" yfir einhverjum dagsetningum og afmælum, bara dásamlega afslappað.

undanfarna daga hef ég mjög mikið verið að hugsa um þunglyndið, fordómana - mína og annarra, hvernig ég geti hraðað batanum (dauðleiðist reyndar að tala um þetta sem sjúkdóm, finnst það "morbit" og niðurdrepandi) og hvernig ég geti gert það að hluta af mér án mótþróa því það er það sem þessi sjúkdómur er. hann ER ekki ég en hann er HLUTI af mér og verður það kannski alltaf, að öllum líkindum, ég þarf bara að læra að sættast við hann og þá held ég að þetta verði ekki jafn erfitt. stundum þykir mér vænt um þunglyndið en oftast hata ég það, af skiljanlegum ástæðum en til að ég geti lært að lifa með því held ég að ég þurfi að hætta að líta á þetta sem feimnismál og hætta að skammast mín fyrir það. og liður í því er einmitt að skrifa svona opinskátt um það hér. næsti liður er að byrja að tala um það án þess að skammast mín, ég geri mér reyndar grein fyrir því að það muni kosta augngotur og fjarrænu (mjög merkilegt og ætti að vera rannsakað: um leið og fólk fer að tala um þunglyndi og þá sérstaklega þegar þunglyndir tala um þunglyndi fær fólk svona fjarrænt blik í augun eins og þegar maður fer til kvensjúkdómalæknis og reynir að leiða það hjá sér með veður-spjalli að það sé semi-ókunnugur maður að stara uppí manns allra-heilagasta) en ég ætla samt að gera það. návæmlega eins og ef ég hefði fengið krabbamein og væri nú í meðferð við því, ég er ekki að deyja en sumir dagar er verri en aðrir og ég a ekki að þurfa að fela það fyrir neinum. þið botnið örugglega ekkert í þessu...

það er búið að stofna kvikmyndaklúbb í skólanum hjá kvikmyndafræðinni og ef ég væri ekki svona feimin myndi ég gjarnan vilja taka þátt í því starfi. en hvað um það, kannski með tímanum... þá er alltaf hist í stúdentakjallaranum á föstudögum kl. 15 og glápt á kvikmyndir og fyrsti dagurinn er í dag. ég nenni ekki af því að ég er að fara að vinna og vildi helst geta fengið mér bjór með glápinu svo ég ætla næsta föstudag. ég vona bara að fólk verði duglegt að mæta því mér finnst þetta frábært og það verða einhverjir að mæta til að þetta haldist gangandi. kannski þið viljið koma...

úff, ég er að hugsa svo mikið núna um allt en mér líður vel og ég kann að meta það því það er ekki sjálfgefið. ég get ekki gert hlutina nema "litterally" svo að ég sló hugmyndina af að lifa hvern dag eins og hann væri minn síðasti. það myndi bara enda með óþarfa fjárútlátum, barsmíðum og vitleysu.

3 ummæli:

Heiða sagði...

ég er alveg til í að koma einhverntíman og glápa á mynd í stúdentakjallaranum. Fer eftir myndinni, reyndar. Er eitthvað prógram fram í tímann til?

Tinna Kirsuber sagði...

Nei, reyndar ekki en ég skal láta þig vita ef svoleiðis verður til :D

Ljúfa sagði...

Ég hugsa að þeir sem hafa verið eða eru þunglyndir viti nákvæmlega um hvað þú ert að tala.