mánudagur

jæja! þá er ég loksins búin að taka þetta kvikmyndafræðipróf sem upphaflega átti að vera tekið fyrir um mánuði síðan. mikið er ég fegin og ég held mér hafi bara gengið ágætlega, allavega virtist eitthvað af viti vella uppúr þessum heila mínum og útum blýantinn áðan... ég er að hugsa doldið sem mig langar að skrifa um en ég nenni því ekki af því að ég er svo þreytt, ég er svo þreytt að ég geri endalausar stafsetningarvillur (sem ég laga áður en þetta er birt). en það er gott að vera búin í prófinu, ég er voðalega fegin. nú þarf ég bara að hætta að forðast að byrja á þessum ritgerðum sem ég þarf að skrifa og á að skila eftir nokkra daga...

mér þykir alveg ágætlega vænt um ágúst borgþór, ég myndi allavega alveg örugglega mæta í jarðaförina hans ef hann myndi deyja... ef ekkert gott væri í sjónvarpinu. grín. en stundum þegar ég les bloggið hans langar mig mest til að fara niðrí vinnu til hans og stinga hann í heilann með gaffli. eða berja hann í portinu. það er aftur á móti það skemmtilega við lífið, að þekkja fólk sem er svo á algjörri skjön við manns eigins hugsjónir að manni langar mest til að beita það ofbeldi.

p.s. ég er ekki að reyna að móðga þig ágúst. bara að benda á skemmtilegan fjölbreytileika mannfólksins.

5 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Jarðarförin verður auðvitað í sjónvarpinu í beinni útsendingu þannig að það gildir einu hvort þú horfir á sjónvarpið eða mætir.

Ágúst Borgþór sagði...

Getur verið að við höldum með sama liði á HM í fótbolta í sumar? Það væri gaman að geta sameinast um eitthvað. Ég er auðvitað að meina Þýskaland.

Tinna Kirsuber sagði...

Tótallí! Ég held með Þýskalandi... Við getum haldið bjórkvöld þegar keppnin byrjar!

Ágúst Borgþór sagði...

Þú skreppur niður á stofu og horfir á Þjóðverjana þar, þar er áskrift að sýn og bjór í kælinum.

Tinna Kirsuber sagði...

Tek þig á orðinu!