mánudagur

nú er eitthvað skrýtið að gerast sem veldur mér dulitlum áhyggjum því það væri bara of mikil kaldhæðni örlaganna ef ég væri að fá flensu... mér er heitt og kalt til skiptis, ýmist verður mér skyndilega funheitt og nokkrum sekúntum síðar fæ ég hroll sem virðist eiga upptök sín einhvern veginn inní mér, hjá mænunni eða í bakinu. svo er mér kalt í augunum og doldið illt í þeim líka, ég hef enga matarlyst og mig langar ekki í sígarettu (það er oft merki um að ég sé veik). málið er bara að ég fæ eiginlega aldrei hita svo ég veit ekki hvað er að gerast... æjj æjj... ég nenni nú ekki að fara að verða veik ofan á allt saman. skrýtið hvernig svona hlutir koma alltaf allir í einu, það er eins og ef maður veikist eitthvað smá þá dembast yfir mann allar pestir sem eru í gangi hverju sinni, bara af því að það kemur örlítil smuga á ónæmiskerfið. og ég sem ét vítamín eins og ég fái borgað fyrir það...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Prófaðu að borða Spírólína. Fæst í öllum svona heilsubúðum. Er betra en ginseng segja þeir :o)

Tinna Kirsuber sagði...

Takk :D