laugardagur

nú er þetta allt að færast í eðlilegt horf og heilsubresturinn heyrir brátt sögunni til... brá mér á kaffihús með dóru litlu og gulla og gott ef ég fékk ekki ofbirtu í augun þegar ég steig fæti út, hef ekki farið útúr húsi, fyrir utan að fara til læknis liggur við síðan á þriðjudaginn... annars fór ég í bónus til að kaupa mér sætindi og annað rusl fyrir náðuga kveldið sem ég ætla að eiga í kvöld... er grasekkja þangað til á þriðjudaginn. púhú... og í bónus rakst ég meðal annars á trönuberjasafa á billegu verði en það ku vera gott að drekka svoleiðis sull þegar maður er þjakaður af blöðrubólgu, ég er reyndar að jafna mig eins og áður sagði og hef verið að taka trönuberjahylki en þetta var svo ódýrt og gerir varla að sök að drekka þetta líka. þegar heim var komið, og nú sit ég hér að drekka þennan gallsúra safa og reykja ótæpilega af rettum datt mér í hug að lesa aftan á safabrúsann innihaldslýsinguna, og hér kemur hún, eða svona toppurinn á ísjakanum:

hreinn EPLAsafi 60%
hreinn trönuberjasafi 25%
hreinn vínberjasafi 15%

og nú er mér spurn... hvers vegna heitir þetta ekki bara EPLAsafi þegar það er rúmlega tvisvar sinnum meira af honum en trönuberjasafa? skrýtið...
og svo keypti ég mér hinn fokdýra en ó svo bragðgóða ben and jerry´s ís. hann heitir half baked, eða bragðtegundin og það eru svona tveir sem ég þekki sem fatta brandarann á bakvið þetta nafn... einkahúmor. ætli ég fái ekki kransæðastíflu...
en nú ætla ég að læra í tvo tíma eða svo, eða bara þangað til ég missi athyglina... korter... grín. og svo ætla ég að hafa það huggó.
see ya!

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

annar þeirra Ben & Jerry (man ekki hvor) fékk einmitt kransæðastíflu.

Tinna Kirsuber sagði...

HAHAHAHA! Magnað!