miðvikudagur

stundum þegar ég gjói augunum útum eldhúsgluggann sé ég lítinn skáeygðan mann (fáfræði mín endurspeglast hér því ekki get ég fyrir mitt litla líf sagt ykkur hvaðan blessaður maðurinn kemur, sé bara að hann er skáeygður og gulleitur. ég er ekki rasisti) týna plastflöskur uppúr sorptunnunum hérna fyrir utan. við hjónin elskum kók og drekkum það í lítravís, útskýrir kannski afhverju tennurnar eru að molna úr gómunum á okkur og því hef ég tekið uppá því, þegar ég man eftir því þ.e.a.s að safna tómu kókflöskunum okkar uppí skáp svo ég geti bara látið manninn fá þær beint í hendurnar í stað þess að horfa uppá hann lítilsvirða sjálfan sig með því að kafa hérna hálfur ofaní tunnurnar eftir flöskunum. kannski er það bara ég sem er að lítilsvirða hann með þessum hugsunarhætti en aðal málið er að gleðin sem þekur allt andlit litla skáeygða mannsins og allan líkamann ef útí það er farið þegar ég rétti honum einhverjar tíu tveggja lítra kókflöskur í plastpoka er ómetanleg. kannski er þetta sjálfselskt góðverk en mér hlýnar alltaf í sálinni yfir því hversu glaður og þakklátur maðurinn verður þegar hann fær flöskurnar sínar. hann getur allavega alveg örugglega keypt fullt af hrísgrjónum fyrir skilagjaldið... grín.

hmmm... fór annars í ferð út til að sækja eitthvert plagg til læknisins þess efnis að það þurfi að rannsaka úr mér pissið betur. og meðfylgjandi var glas með rauðu loki. mér er meinilla við að pissa í tilraunaglös, merkja þau með mínu nafni og kennitölu og fara svo með glösin í poka útá landsspítala til að einhver þurrkunta með smitsjúkdóma-hræðslusvip geti tekið við þeim. mínu pissi! ég vona bara að þetta sé ekki eitthvað alvarlegt eða eitthvað komið til að vera. í haust fékk ég þetta líka og þá fór ég uppá læknavakt og fékk lyf sem svín-virkuðu. nú breytir engu hvað ég geri, mig sár-svíður samt... þetta er óskaplega óþægilegt því sviðinn er þannig að ég er með gæsahúð á kinnunum og hroll í beinunum daglangt og það er sko þrautinni þyngra að leiða þetta hjá sér. íbúfen, trönuber-í hvaða formi sem er virka ekkert og viðkvæma sálin mín má ekki við þessum áhyggjum ykkur að segja. ég er t.d. orðin mjög hrædd um að þetta sé eitthvað hrikalega alvarlegt og ég muni þurfa að ganga með þvaglegg það sem eftir er og geti aldrei átt arnarunga. ég er náttúrulega mjög mikill svartsýnispúki og móðursjúk en kommon! hvernig er ekki hægt að hafa áhyggjur þegar manns allra heilagasta, eða svona næsti bær við er eitthvað bilað og það vill ekki lagast?

en ég ætla bara að fá mér seríós. seríós er allra meina bót.

8 ummæli:

Ljúfa sagði...

Ertu nokkuð ólétt?

Tinna Kirsuber sagði...

Nei, það ætla ég rétt að vona ekki. Get ekki verið að standa í því núna... Samt ekki skrýtið að þú spyrjir, með tilliti til einkennanna.

Tinna Kirsuber sagði...
Þessi athugasemd hefur verið fjarlægð af stjórnanda bloggs.
Nafnlaus sagði...

Hefur engum dottið í hug að senda þig í blöðruspeglun?

Nafnlaus sagði...

ég las einu sinni viðtal við konu sem var búin að vera með stómapoka í mörg ár og hún var bara ágætlega sátt við það, þannig það þarf ekkert að vera svo hrikalegt..

grín, vonandi lagast þetta sem fyrst

Tinna Kirsuber sagði...

HAHAHAHAHA! Kúkur í poka hangandi utaná manni væri þúsund sinnum verra en allt slæmt sem ég get hugsað mér... Takk fyrir að koma mér til að hlæja :D

Nafnlaus sagði...

sko minn stærsti ótti (áður en ég eignaðist kærasta) var fara heim með gaur og komast að því þar að hann væri með stómapoka!

Nafnlaus sagði...

Það væri samt örugglega sniðugt að hætta að drekka kók, mér finnst blöðrusýkingar lagast hraðar ef maður passar að borða ekki of mikinn sykur og drekka mikið vatn. Þó að það hafi sínar erfiðu hliðar.. Og vera alltaf hlýtt og sofa nóg og allt það sem þú örugglega veist...;)
Dyggur lesandi