þriðjudagur

er eitthvað pínu leið. kannski allt í einu, kannski ekki... neikvæðu hugsanirnar ryðja sér leið inn til mín og ég ber sjálfa mig í götuna með ljótum hugsunum og tónlausum orðum. bara svo ég hafi ástæðu til að liggja þar... mikið vildi ég stundum að ég væri ekki ég eða þá að ég væri ekki eins og ég er. hvort er betra? ég veit svosum alveg hvað er að plaga mig, ég nenni bara ekki að skrifa um það. nenni ekki heldur að tala um það... ég ætla að gera heiðarlega tilraun til að fara á fund fyrir þunglynda hjá geðhjálp í kvöld... sjáum hvernig fordóma-hausinn minn "höndlar" það. og til að það sé á hreinu þá beinast fordómarnir alfarið alltaf að mér og engum öðrum. það vildi ég geta lagað... ég myndi líklega ekki með nokkru móti fást til að fara á þennan fund nema bara af því að birtan mín ætlar með mér. mér er meinilla við að horfast í augu við vandamál. annar akkilesarhæll... nú eru þeir orðnir þrír. en ég er svo heppin að eiga svona góða bestu vinkonu, sem hjálpar mér að horfast í augu við hlutina því það er ekki fyrir hvern sem er held ég að tækla þrjóskuhnefa eins og mig. bara að ég hefði kjarkinn eða það sem þarf til... veit ekki alveg hvað það er.

en í gærkvöldi las ég blogg hjá stelpu og það var eins og ég væri að lesa mitt eigið blogg. það lét mér líða betur og vel, að vita að einhver sé að hugsa það nákvæmlega sama og ég og líður eins og mér stundum. ég vona að það sé ekki rangt að gleðjast yfir svoleiðis...

1 ummæli:

Ágúst Borgþór sagði...

Nei, þú veist að það er ekki rangt, þetta er kallað samkennd. Og ef stelpan sæi þetta liði henni líka betur. Gagnkvæm samkennd og deiling reynslu hefur lækningarmátt. Þú veist það líka, kannski betur en ég.