fimmtudagur

farsíminn sem ég keypti mér fyrir nákvæmlega ári síðan, farsíminn sem ég var að borga seinustu afborgunina af í byrjun þessa mánaðar dó áðan. hvur andskotinn! hvern djöfulinn á það að þýða?!?!? þetta er kannski ágætis tækifæri til að hætta bara alfarið í þessu farsíma-rugli. mér finnst hvort sem er svo drep-leiðinlegt að tala í síma að það jaðrar við ofnæmi... en uppá móti kemur að ég er mjög tækjasjúk, hef t.d. sérlega gaman að því að eignast nýja farsíma til að fikta í... svona er ég nú öfugsnúin. en það kemur í ljós hvað ég geri, kannski kaupi ég bara þann ódýrasta sem er í boði. eða ekki.

annars er ég eiginlega hætt við að hætta hjá geðlækninum. a.m.k. í bili... hún var eitthvað svo klár í morgun, ég fékk það bara ekki af mér að "dömpa" henni. hún sagði margt af viti og þá helst í tengslum við þessi árans ritgerðarskrif mín og sjálfshatrið eins og hún kallar það. mér finnst það nú helst til harðort... en hvað um það, ég held ég haldi áfram. ég verð reyndar að fá að borga henni í blíðu, hef ekki haft efni á að borga blessaðri konunni síðan í febrúar. kannski slepp ég með fótanuddi...

og ég ætla núna aðeins að tala um það hve fátæk ég er... mér finnst það svo hrikalegt. ég fer ekki einu sinni á kaffihús, hleyp alla leið í bónus þó okkur vanti bara einn pott af mjólk, rista brauðið svo það finnist síður að það sé aðeins farið að slá í það... en þrátt fyrir þetta lifi ég frábæru lífi svo ég er eiginlega bara að grínast. mikið vildi ég samt og það er án efa mín næst-æðsta ósk að við hefðum nægilega mikið fé á milli handanna svo við gætum lagt til hliðar í hverjum mánuði og safnað fyrir útborgun í íbúð. það mun ALDREI gerast, því get ég lofað ykkur.

í strætó áðan á leiðinni heim úr ógeðslega mosfellsbæ var mér litið inní bíl þar sem við vorum stopp á rauðu ljósi... inní bílnum sat maður sem eyddi ÖLLU rauða ljósinu í að klóra sér í typpinu og pungnum. af mikilli áfergju vil ég bæta við... frjótt ímyndunarafl mitt gat ekki látið þetta dásamlega tækifæri fram hjá sér fara svo í mínum sjúka huga er þessi blessaði maður nú rauðu-ljósa-spennurúnkari. ég hef spunnið margar svona sögur í huganum um nágranna mína og allir eiga þeir það sameiginlegt, í sögunum þ.e. að vera með óhreint mjöl í pokahorninu, bara misjafnlega mikið. ég læt sögurnar kannski flakka hér við tækifæri.

7 ummæli:

Heiða sagði...

Það er ósköp eðlilegt að vera í svona rista-brauðið-svo-það-finnist-ekki-myglubragðið-ástandi. Þannig er bara að vera ungur í dag. Og það er sem betur fer möguleiki á að fá aukalán til íbúðakaupa, var að skella mér á svoleiðis, því mér gekk heldur ekkert að spara. Öreigar allra landa, sameinist!!!!!!

Tinna Kirsuber sagði...

Úff já... Ætli maður hangi ekki í þessu eitthvað frameftir, leigja fyrir blóðpeninga og borða myglað brauð. Takk samt fyrir sam-hugann, maður gleymir sér stundum og heldur að maður sé sá eini að glíma við vandamál sem að þriðungur af þjóðinni er að glíma við. Svona er að vera úngur!

gulli sagði...

gleymum því ekki heldur að tveir þriðju hlutar mannkyns eru að grotna niður úr fátækt í einhverjum þriðja heims drullupolli. við erum stálheppin að eiga ristavél til að fela myglubragðið af brauðinu. fyrir andvirði einnar þannig hefðum við allt eins getað keypt þak yfir höfuðið á fimm eþíópíufjölskyldum

Tinna Kirsuber sagði...

Shit... Ég ætla að fara að gubba kvöldmatnum Gulli...

Nafnlaus sagði...

Á ekki að vera tveggja ára ábyrgð á farsímum? Ég myndi tékka á því.

Nafnlaus sagði...

Það er tveggja ára ábyrgð á öllum rafmagnstækjum sem maður kaupir, líka farsímum. Ég hef tvisvar sinnum þurft að nota þessa ábyrgð.

Tinna Kirsuber sagði...

Já, takk fyrir það. Það er bara eitt vandamál... Skömmu eftir að síminn dó og vildi ekki lifna við aftur missti ég stjórn á skapi mínu með þeim afleiðingum að síminn er alveg ónýtur núna. Ég efast um að þeir hjá Símanum sýni því skilning...