föstudagur


skaði eldjárn að hvíla sig í baðvaskinum... dimmalimm gerði þetta líka þegar hún var lítil.

einu sinni var föstudagurinn langi leiðinlegasti dagur ársins. næst á eftir kom 1. janúar... þetta man ég frá því að ég var lítil, eða þetta fannst mér þegar ég var lítil. nú er efnishyggjan orðin svo stór partur af samfélaginu að enginn dagur er lengur "heilagur". verslanir geta ómögulega hugsað sér að missa visðkipti í einn dag hvort sé það í þágu trúar aða friðar (ég er sjálf ekki trúuð og hef engan áhuga á að hylla einhverja gamla þjóðsögu um mann negldan uppá kross. og í útlandinu lætur fólk negla sig uppá kross. sjálfviljugt. maður spyr sig...). engu að síður finnst mér að fólk ætti að leggja sig betur fram við að heiðra gömul gildi. það er samt alger óþarfi að limlesta sjálfan sig finnst mér...

ég er eitthvað slöpp í dag, eins og ég sé að verða lasin.

1 ummæli:

Móa sagði...

guðdómleg hún skaði litla, milljón knús frá okkur