sunnudagur


sunnudagsmorgunn... eða sunnudagur rétt fyrir hádegi og ég er mygluð með málninguna frá því í gær haldandi dauðahaldi í andlitið á mér. best að fara í sturtu... annars er ég að fara á tónleika í kvöld í fríkirkjunni þar sem ég mun hlýða á tengdamóður mína, kristjönu arngrímsdóttur þenja raddböndin... og þvílík raddbönd sem þar fara. örninn minn spilar undir á gítar og öspin mín spilar á sín raddbönd með móður sinni og þegar þessar tvær syngja saman opna himnarnir hliðin sín... þið heyrðuð kannski í pálma "á rauðu ljósi" gunnarsyni dásama kristjönu á rás 2 í morgun, hann fór eigi með fleypur... svo ef þið viljið heyra hvernig móðir jörð hljómar mæli ég með því að þið brunið í skálholtskirkju á tónleika kl. 16 eða komið í fríkirkjuna í kvöld kl. 20. þið munuð sko ekki sjá eftir því... ég ætla að drekka áfengisgutl á eftir enda er annar sunnudagur í þessari viku á morgun.

p.s. tinnbert kirsuber tók þessa mynd af kristjönu í "miniatúr" garðinum okkar en ég stal henni af síðunni hjá einhverjum júlla. sorrí júlli!

Engin ummæli: