mánudagur

eru ekki einhver heiti yfir svona kuldaköst? páskahret eða eitthvað þannig... ég sat allavega í heita pottinum í sumarbústaðnum í mínu doppótta bikiníi á laugardagsmorgninum með woody´s með trönuberjabragði og sígarettur þegar það byrjaði að snjóa. ég náði þ.a.l. ekki að þekja vetrarfölleikann þannig að ég lít enn út eins og látið barn með náhvíta bringu. en það er enn von náttúrulega...

ég auglýsi eftir katta-sálfræðingi... dimmalimm hefur tapað glórunni að því er virðist, eða þá að hún er með únglíngaveiki... af tvennu illu kýs ég hið síðara. hún var að sjálfsögðu fúl þegar skaði "ruddist" inná heimilið en síðan eru liðnir rúmir tveir mánuðir og ekkert lát virðist á fýlunni í dimmalimm yfir nýja fjölskyldumeðliminum. hún virtist á tímabili vera komin nokkurn veginn yfir þetta en svo núna um daginn var eins og hún hefði ákveðið að verða aftur ótrúlega ósátt við aðstæður og nú er það ekki bara vesalings litla skinnið hún skaði sem fær að kenna á fýlunni heldur urrar dimmalimm líka á mig og áðan reyndi hún að bíta mig. gott að ég fékk stífkrampasprautu í fyrra sumar... auk þess er hún aldrei heima lengur, ekki einu sinni á næturnar, kemur rétt svo til að vera með skæting og éta og svo er hún farin aftur. ég hef aldrei lent í þessu áður og ég tek þetta einstaklega nærri mér. ég skil ekki hvernig dýr sem að aldrei hefur fengið neitt annað en kæfandi væntumþykju og hlýtt heimili geti allt í einu orðið svona reið við mig. já, ég veit að þetta er "bara" köttur en þetta er köttur sem að mér þykir ó-endanlega vænt um og þ.a.l. gerir þetta mig mjög leiða... ég verð bara að grípa til harðræðis og reyna að leysa úr þessu vandamáli sjálf og ég gef því tvær vikur. að þeim tíma liðnum, ef dimmalimm verður ekki orðin glaðari fer ég með hana til læknis og læt athuga hvort þetta sé eitthvað líkamlegt. kannski bara eftir eina viku... þetta er svo óbærilegt eitthvað... ég fékk alveg tár í augun útaf þessu á föstudaginn. viðkvæma sál...

ég er einstaklega sátt með að finnarnir hafi unnið júróvisjónið. ekki bara af því að þetta var sérlega kúl hjá þeim heldur líka af því að stóra systir er hálfur finni og maður verður nú að halda með sínum (ég hélt með þjóðverjunum þangað til að það var ljóst að þetta var dæmt fyrir þá). pabbi ævar var og virðist vera eitthvað hrifinn af konum frá öðrum löndum... ekkert útá það að setja enda væri ég annars ekki hér. mér fannst reyndar skrýtið að silvía hefði ekki komist uppúr undanúrslitunum, ég átti nú von á því en svona fór þetta... hún fór yfir strikið og skeit í sitt eigins rúm svo hún verður víst að búa/lifa um/við það.

en nú verð ég að finna uppá einhverju hressandi að gera í dag, er ekki búin að fá svar frá neinni vinnu svo það er um að gera að halda sálartetrinu á floti með einhverju "aktivíteti".

Engin ummæli: