laugardagur

jæja... nú er klukkan að verða níu og ég fer í prófið kl. 13.30. mér gekk alls ekki nógu vel að læra í gær og nú er ég með líkamleg einkenni af stressi. þau lýsa sér þannig að mér er mjög óglatt og svo er ég alveg ofsalega kvíðin, auðvitað. ég ætla að reyna að læra aðeins fyrir prófið þó ég viti ekki hvernig það muni ganga útaf kvíða og stressi en fyrst ætla ég að reyna að róa mig aðeins með heitu tei og morgunblaðslestri. ég vona að ég geti lesið smá meira af námsefninu... en hvað ætli hafi gerst? einu sinni var ég ekki svona, langt frá því m.a.s. ég lærði sjaldan fyrir próf og var oftast sama... eða þannig. kannski ekki alveg sama en ég hef aldrei tekið námið mitt jafn alvarlega og ég geri núna en ég greiði líka fyrir það dýru verði með því að þurfa núna að "díla" við margra ára prófstress... ef ég hefði einhvern tímann látið mér annt um námið mitt hefði þetta kannski jafnast betur út. en ég geri mitt besta á eftir og vona að það sé nóg til að ná. það versta við þennan kvíða nefnilega er að hann gerir það að verkum að heilinn lokast eiginlega alveg þegar í prófið er komið. ég ætla að reyna að gera slakandi öndunaræfingar svo lítið beri á þegar ég sit þarna á eftir, skjálfandi á beinunum. mér þætti vænt um ef þið gætuð sent mér góða strauma kl. 13.30 í dag...

Engin ummæli: