þriðjudagur

maður verður alveg snar í þessu my space helvíti... get ekki hætt að fikta í þessu og skreyta að mínum þörfum. en þetta er orðið ansi flott hjá mér finnst mér, tinnu. gaman að tölvu-fiktast, maður lærir mest af því. þið ættuð að kíkja á síðuna sem ég er búin að gera... en ég ætla að láta ykkur geta hver slóðin er og ef þið þekkið mig eitthvað verðið þið ekki lengi að því...

það er mikill tiltektardagur í dag sem ég er enn ekki byrjuð á en hér verður allt þrifið hátt og lágt, eða eins mikið og ég nenni. ég nenni t.d. ekki að þurrka af eða skúra.

en af henni dóttur minni dimmalimm... hún ærðist við mig í gær og ætlaði í mig þegar mér fannst eitthvað sniðugt að skipta um ól á henni af því að enn eina ferðina keypti ég of stóra ól á skaða. ætlaði þá að bítta á ólum á þeim svo allir væru vel merktir... það gekk ekki eftir og í fyrsta skipti varð ég hrædd við dimmalimm. enda engin furða, dýrið var alveg brjálað og hljóðin sem koma frá henni hljóma eins og eitthvað sem heyrist í iðrum lúsífers. þegar ég var búin að skæla smá yfir þessu af því að ég tek þetta svo nærri mér ákvað ég að nú væri tímabært að hringja í dýralækninn... henni fannst þetta ekkert skrýtið og taldi líklegast að hegðunarvandamálið væri einfaldlega ofur mikil fýla útaf litla krílinu. fyrr má nú aldeilis vera fýlan hugsaði ég með mér... dýralæknirinn ráðlagði mér svo að kaupa eitthvert svona hormónasprey með ferómon-hormónum í og spreyja því útum alla íbúð. þetta eru einhverjir hormónar sem að kettir gefa frá sér þegar þeim líður vel og á að sama skapi að hafa góð áhrif á þá ef þeir finna hana hirst og her útum allt. mér fannst þetta nú reyndar fremur ótrúlegt, þ.e. að þetta myndi eitthvað virka en ég ætla allavega að prófa af því að seinna um daginn gerði ég mikilvæga uppgötvun... dimmalimm var farin út og var hérna fyrir utan og ég elti hana til að reyna að sleikja hana upp en þá var skyndilega allt annað uppi á teningnum. hún var öll hin spakasta og gaf frá sér krútti-væmnihljóðin og vildi klapp... þ.a.l. hlýtur þetta að vera útaf skaða litlu fyrst hún er öll önnur úti en inni þar sem skaði er alltaf. ég er enn hissa en samt fegin, að þetta sé frekar fýla en einhver katta-geðsjúkdómur... svona er að vera tilfinningaríkur og viðkvæmur kattaeigandi.

en ég skil ekki afhverju það er ekki til svona hormónasprey handa homo sapiens. það myndi leysa alveg hellings vanda...

5 ummæli:

Móa sagði...

fann þig í fyrstu tilraun!
en hvað er svona ofboðslega gaman við þetta myspace-skil ekki

Tinna Kirsuber sagði...

ekki ég heldur... bara eitthvað nýtt, það er skemmtilegt.

Nafnlaus sagði...

Nice idea with this site its better than most of the rubbish I come across.
»

Nafnlaus sagði...

Greets to the webmaster of this wonderful site. Keep working. Thank you.
»

Nafnlaus sagði...

Greets to the webmaster of this wonderful site. Keep working. Thank you.
»