sunnudagur


nú fer tilbreytingarleysi seinustu daga og vikna brátt að ljúka þar sem að dagurinn í dag er seinasti læri-dagurinn. já, seinasti!!! nú er bara eitt próf eftir og það er í kvikmyndum rómönsku ameríku og þar sem að ég hef bara þennan eina dag til að læra fyrir það, daginn í dag þarf ég að taka á öllu mínu og viðhalda góðri skerpu svo lengi sem ég get. arnaryndið sefur enda kom pilturinn ekki heim fyrr en undir morgunn... það verður gaman þegar ég get farið að taka þátt í svoleiðis næturbrölti langt fram eftir öllu og gott ef ég tek ekki forskot á sæluna í fyrramálið um leið og prófið klárast og drekk mig peðölvaða. mig er allavega mikið farið að lengja eftir sumarfylleríum enda eru það bestu fylleríin eins og hvert mannsbarn veit.

annars á hún öspin mín litla afmæli í dag og þess vegna verður allt gott sem ég geri í dag tileinkað henni. til hamingju með daginn elsku ösp hjartagull! ekki á ég neina mynd af henni útaf einhverjum ókunnum ástæðum og eina myndin sem ég fann af henni á netinu var af henni sitjandi ansi þreytt á lífinu við búðarkassa í flíspeysu. mér fannst ekki tilhlýðilegt að gera afmælisbarninu það að birta þá mynd af henni svo þið verðið bara að fá mynd af sólinni í staðinn enda er hún ösp eins og sólin sjálf... nema bara bjartari.

hilsen!

1 ummæli:

Ösp sagði...

hahahah já guð minn! sú mynd er afar ömurleg, í alla staði og lýsti með eindæmum vel hversu gaman mér þótti að vinna í kaupfélaginu:D en takk takk fyrir falleg orð í minn garð og ég vonast til að koma fljótlega í borgina til ykkar, þá verður líka komið sumar og djammpúkinn vaknaður innra með yður! :)