föstudagur

nýjasta nýtt í heimi tinnberts er að vakna kl. 7 á morgnana án aðstoðar vekjaraklukku. veit ekki hvort það er útaf stressi eða einhverju öðru en ég hef ekki yfir neinu að kvarta, hef gaman af því að vakna snemma. annars er ég alveg í þrusu góðu skapi þennan föstudagsmorgunn... mér gekk svo vel að læra í gær. ég fer nú reyndar ekkert voða hratt yfir efnið, er frekar seinlesin og sérstaklega þegar lestrarefnið er ákaflega akademískt og á enskri tungu en ég er vongóð með framhaldið. ætla bara að vera rosa dugleg í dag og í fyrramálið og þá get ég ekki séð nema að þetta fari bara á hinn besta veg. eða þá að ég næ allavega prófinu. þetta er sumsé kvikmyndasaga sem ég er að fara að taka próf í á morgun... kvikmyndafræðin vekur reyndar aðeins meiri áhuga hjá mér en sagan er í engu verri eða síður áhugaverð ég hef bara meira gaman að því að pæla í táknfræði kvikmynda frekar en einhverju öðru sem þeim viðkemur.

og já, vorið er komið! þegar ég hugðist kasta þvagi fyrir svefninn í gær hékk könguló niður úr klósettpappírsrúllunni... mér til ómældrar ógleði. ég lét örninn minn myrða hana á meðan ég stóð æpandi á brókinni í hæfilegri fjarlægð. ég hata köngulær... ég HATA köngulær! og hér er endurbirtur listinn yfir ógeðslegustu dýr jarðar að mati tinnberts (hryggleysingjar og hrygghafar):

köngulær
hákarlar
margfætlur
kolkrabbar
krókódílar
lánasjóður íslenskra námsmanna
kakkalakkar

Engin ummæli: