þriðjudagur


þá er útséð með það... bræður mínir þjóðverjarnir komust ekki áfram í HM, eru dottnir út. eða dottnir úr kapphlaupinu að heimsmeistaratitlinum í knattspyrnu. hverjum á ég nú að halda með? ég hugsa frakkland...

ásamt tvöföldu sænginni og rúmfötunum sem heita eftir fyrrverandi kærastanum mínum sem við keyptum í IKEA í gær fékk fátt eitt og annað einnig að fljóta með ofaní innkaupakörfuna... þannig vill það oft fara þegar maður(ég) fer í IKEA. við keyptum sumsé líka bókahillu þar sem að ég þjáist af þeirri leiðindar-fíkn (ég er eins og alkahólisti sem vinnur í ríkinu. þ.e. ég vinn í bókabúð) að þurfa stöðugt að vera að kaupa mér nýjar bækur. hvort séu það skáldsögur, ljósmynda- og innanhúshönnunarbækur, teiknimyndasögur eða einhverjar fræðibækur þá stenst ég ekki mátið. ég ELSKA bækur, ég elska að horfa á þær, fletta þeim og skoða þær. bækur þurfa ekki annað en að vera fallega innbundnar, þá er ég heilluð og ég á fullt af ólesnum og lesnum bókum af öllum stærðum og gerðum sem við höfum reynt að finna stað hérna í litlu holunni okkar útum allar trissur... sem jafnframt er einstaklega huggu- og hlýleg, altsvo holan. því var ekki lengur hjá því komist að kaupa hillu undir fallegu bækurnar mínar. þetta er bara einhver ódýr IKEA hilla, 2000 krónur og svo keyptum við grænt vinnuvélalakk til að lakka hana með til að hún falli enn frekar að okkar stíl... há-glans og girnilegt eins og dropi á laufblaði. ég lakka hana næst þegar ég á frí. svo keyptum við skóhillu á 800 krónur. hún verður líka lökkuð græn... eða gul, það fer eftir því hversu drjúgt lakkið er í dollunni. fallega dökkbrúna bast-mottu eða úr einhverjum svona hálmi til að hafa á ganginum í forstofunni og eitthvert svona gúmmí sem maður lætur undir mottur svo maður renni ekki á þeim og mjaðmagrindarbrotni. en rúsínan í pylsuendanum er svo lampi sem ég er búin að girnast og láta mig dagdreyma um í marga mánuði. hann kostaði 700 krónur og er algert augnayndi. ég læt fylgja með mynd af honum... loksins loksins eigum við smá peninga til að eyða í okkur... eða heimilið... er það ekki það sama hvort eð er?

en nú læt ég af eyðslu-gorti mínu, nú verður ekki krónu eytt fyrr en í amsterdam.

Engin ummæli: