mánudagur


á morgun kl. 7:55 eru nákvæmlega þrjár vikur í brottför til amsterdam... ég veit ekki hvort ég lifi biðina af. ég get ekki beðið, ég hlakka svo ótrúlega til og tíminn fram að þessu hefur liðið svo ótrúlega hratt. aldrei þessu vant. og þegar við pöntuðum miðana út voru margir mánuðir í þetta... og nú er þetta alveg að bresta á. ég elska þegar tíminn líður hratt. og ekki nóg með að við fáum heila tíu daga á uppáhalds staðnum heldur brunum við beint norður við lendingu til að vera viðstödd fiskidaginn mikla á dalvík með öspinni litlu og öðrum tengdameðlimum. mmmmmmm... fiskur! ekki oft sem maður fær að bragða það lostæti og svo stutt síðan ég hafði óbeit á honum. undarlegt nokk! eða þegar ég var únglíngur... ég gleymi því stundum að ég er alveg 27 ára! sem er auðvitað ekkert annað en misskilningur af minni hálfu... ekki svo að skilja að ég sé með einhverja aldurs-"komplexa" eins og ég hefi áður nefnt hér. mér finnst óskaplega gaman að eldast... svona að innan allavega, er enn ekki farin að taka eftir neinni hnignun á ytra hylkinu. sem betur fer ætti ég kannski að segja, en það fer varla að gerast strax? mér líður bara svo ungri og það er nú bara ágætt held ég.

Engin ummæli: