miðvikudagur

mig vantar smá ráð ef þið eigið svoleiðis á vergangi... ég er svo agalega kvöldsvæf sem er í sjálfu sér ekkert vandamál á virkum kvöldum og auk þess á ég fáránlega auðvelt með að vakna snemma en það ku vera góður kostur (ég vakna alltaf áður en vekjaraklukkan hringir!). hitt er aftur að um helgar langar mig til að geta vakað en það get ég illmögulega, geggjað leiðinleg gella! vitiði eitthvað sem ég get gert? kaffi virkar ekki örvandi á mig eða það örvar bara þarmana í mér og ég neyti ekki sterkra eiturlyfja þannig að það er út...

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég bara öfunda þig, og væri alveg til í að fórna helgarvaki í að vakna svona snemma. Ég bara get ekki sofnað snemma, en þegar ég er sofnuð verð ég að sofa í lágmark 8 tíma, helst 9 og vakna því ekkert auðveldlega fyrr en 10 eða eitthvað. rugl. nenni því engan veginn.
Heiða

Nafnlaus sagði...

Hæ elsku frænka. Ég á við þetta sama vandamál...nú eða er gædd þessum kosti. Held það sé lítið hægt að gera við þessu því ég verð eins og úrillt smábarn ef ég reyni að vaka of lengi um helgar þar sem mér tekst ekki að sofa fram á morguninn, er alltaf vöknuð snemma það er. Held við verðum því bara að biðja fólk að hefja fjörið fyrr á kvöldin eða bara byrja snemma á morgnana. Hafðu það gott, heyrumst vonandi fljótlega. Þín, Svanhildur