þriðjudagur

súkkulaðið mitt

mig langar doldið í listfræði núna, taka masterinn í því eða þá í kvikmyndafræði í amsterdam og taka master í því... nú svo gæti ég lært til leikskólakennarans og öðlast meiri réttindi og þ.a.l. hærri laun. ég hef svo agalega gaman að þessu starfi mínu og auk þess gæti ég lært það hér heima ef örninn minn ætlar í lhí sem máske stendur til. maður veit ekki sko... ég er doldið jákvæð núna af einhverjum ástæðum, þá hef ég opnari huga fyrir möguleikum mínum í lífinu.

ég fékk alveg óskaplega falleg sms skilaboð frá ástinni minni í dag... mitt í barnakliði pípti síminn. ég ætla nú ekki að gera honum það að birta þau hér, ég held hann yrði bara vandræðalegur, en að einhver skuli hugsa svona um mig, finnast þetta um mig og elska svona mig, það er mér hulin ráðgáta... á slæmum dögum allavega. ég er svo ástfangin að ef ég þekkti ekki sjálfa mig myndi ég gubba í munninn á mér og kyngja því aftur yfir væmninni. þetta er einsog að eiga óendanlegar byrgðir af yndislegasta, silkimjúkasta og besta súkkulaði sem maður hefur á ævinni bragðað... og það vita allir hve ótrúlega gott súkkulaði getur verið.

6 ummæli:

Móa sagði...

Jólapakkinn þinn bíður eftir að komast í þínar hendur, eigum við að hittast mín kæra.

Tinna Kirsuber sagði...

Já! Laugardaginn!

Móa sagði...

ok vertu í samb.

Nafnlaus sagði...

mmm, namm, ást og súkkulaði. þetta eykur víst bæði serótónínframleiðslu. það er best að borða súkkulaði með einhverjum sem maður elskar, þí öltímett þrill!
Heiða

dora wonder sagði...

gaman að heyra að þú sért svona jákvæð tinna mín og að lífið sé jafn gott og besta súkkulaði! hittumst endilega við tækifæri, þó ég lumi víst ekki á neinni jólagjöf í þetta sinn ;-)

Nafnlaus sagði...

namm súkkulaði! :) heppna stelpuskotta!!! það er gaman að vera ástfangin