mánudagur

sæl!

ég lýg því ekki en ég er aftur orðin kvefuð! þetta er held ég í fjórða skiptið síðan ég byrjaði á hagaborg í október... merkilegt! ég er ekkert veik samt, bara óskaplega kvefuð. það er greinilega satt sem ég hef heyrt með að maður sé m.o.m. veikur fyrsta árið í vinnu á leikskóla en eftir það öðlast maður hins vegar ofur-ónæmiskerfi að sumra sögn. ég bíð í ofvæni...

en nú er alveg einstaklega góð helgi að baki, og ég held bara sú besta í langan tíma fyrir utan þorrabölvið. föstudagskveld fór í almenn rólegheit hjá mér og erninum mínum með smá tipsínessi í formi jarðaberjafreyðivíns. á laugardag gerðist ég svo sósíal en það er á stefnuskránni að taka mig aðeins á í félagslyndinu, ég kann því bara svo vel að vera ein að stundum gleymi ég mér þannig í marga mánuði. ég ætla samt ekki að ana að neinu þannig ekki fara að kasta að mér heimboðum og djammferðum í gluðs bænum, það færi alveg með viðkvæmu sálina í mér.

þar sem ég og öspin ljúfa vorum báðar risnar úr rekkju langt fyrir hádegi á laugardag skelltum við okkur á kaffihúsið 10 dropa þar sem ég mælti mér mót við vísitölufjölskylduna, fyrrum mág minn sem ég óska hér með til lukku með yfir þrítugt afmælið í gær, "systur" mína hana móu og börnin þeirra tvö... að hugsa sér, þetta er bara allt að bresta á, fullorðinsárin og allt sem því fylgir... merkilegt, ég er FULLORÐIN. það er óneitanlega farið að kitla mig að eignast kríli en óttinn við það er hins vegar enn í miklum yfirburðum svo ég sit á mér að sinni... erninum mínum líklega til mikils léttis. en það var dásamlegt að hitta litlu fjölskylduna, eitt af því besta við að hafa verið með bibba var að kynnast þeim. ég met þau svo mikils í hjartanu...

eftir kaffihús og ríkiskaup fórum við bakkabræður, ég, örninn og öspin í kringluna og versluðum dýrindis krydd-marinerað lambakjöt og allt sem lítilli veislu tilheyrir því mig lengdi eftir góðum helgarmat einsog var alltaf þegar maður var lítill. úr varð svo þessi mini-veisla og í hópinn bættist þrándur brósi og sátum við svo fjögur við litla tveggja manna eldúsborðið okkar og gæddum okkur á kræsingunum og skoluðum niður með öli... gott er í góðra vina hópi að vera, ég veit fátt betra. aðal aðdráttaraflið við kvöldið var samt náttúrulega söngvakeppnin sem ég neyddi alla til að horfa á, ég held samt að þau hafi viljað það... ég hélt með heiðu af því að hún er svo indæl stúlka þó mér hafi reyndar ekki fundist lagið hennar það besta... ég vona að ég særi þig ekki heiða mín en ég vil frekar vera hreinskilin en lygari. það þýðir þó ekki að mér hafi fundist lagið slæmt eða síst, þvert á móti, ég fékk það m.a.s. á heilann eftir að ég heyrði það fyrst. og svo hélt ég náttúrlega með mr. cool, eiríki haukssyni og auðvitað vann hann! mikið helvíti var ég ánægð með það og ég veit um tvær sem eru alveg jafn ánægðar með það og ég... dásamlega eineista rauðhærða rokkstjörnu ædol! sumsé... heiða og eiki fengu mín atkvæði. við urðum tipsí og öspin rorraði heim til sín þegar ég var dottuð... ég held mér hafi tekist að tóra til miðnættis.

og svo kom konudagurinn og ég fékk það sem allar konur eiga að fá þann dag frá góðum eiginmönnum... og ekki orð um það meir! plús sælgæti, dvd myndir, óhollan mat og sunnudagshangs uppí rúmi. ég lifi lífi sem líkist súkkulaðihjúpuðu kirsuberi... mikil synd að ég skuli vera þunglyndissjúklingur.

í gær var ég í sturtu að raka óæskileg hár að mínu mati af líkamanum. það endaði ekki betur en svo að ég rakaði smá stykki úr puttanum á mér með þeim afleiðingum að það fór að blæða sem leiddi til þess að mig fór að svima alveg hroðalega og þurfti að endingu að kalla á örninn minn til að búa um sárið utanfrá sturtuklefanum þar sem ég sat í keng á sturtubotninum, grá í framan undir bununni. ég er eitthvað farin að þola blóð verr en ég gerði... mér hefur reyndar aldrei verið vel við það en svona dramatík er nú óþarfi finnst mér.

litli uppáhalds frændi á afmæli í dag, bolludag. til hamingju með daginn litla bolla!!!

það koma eitthvað fyrir fótinn á skaða, ég hef ekki hugmynd um hvað og nú haltrar hún útum allt og ég er að fá magasár af áhyggjum. æjh!

6 ummæli:

HTB sagði...

Ég kannast við þessi veikindi. Dóttir mín byrjaði á leikskóla í haust og ég hef aldrei orðið eins oft veikur á ævinni fyrr en nú. Um síðustu áramót fékk ég svakalegt lungnakvef og núna finnst mér ég vera kvefast á ný. Þetta er sennilega fimmta skiptið.

Tinna Kirsuber sagði...

Já, fjandinn hafi það! Ég verð bara rekin með þessu áframhaldi...

HTB sagði...

Er þetta ekki bara eitthvað sem allir starfsmenn á leikskólum upplífa? Þetta er náttúrulega heilmikið sjokk fyrir ónæmiskerfið hjá okkur sem eru "gömul" að komast í kynni við smábarna vírusa og bakteríur.

Nafnlaus sagði...

m.o.m.

þessi stafsetning var næstum því of erfið fyrir minn litla heila......

en svo fattaði ég það!

Móa sagði...

Yndislegt að sjá þig loks eftir allan þennan tíma, hlakka til að sjá þig næst. Við erum sjálf óþægilega vör við alla þessa vírusa eftir að ísold byrjaði á leikskólanum, um daginn þegar ég sótti hana fannst mér eins og ég væri að ganga inn á berklaheimili á nítjánduöld því litlu börnin hóstuðu þarna öll sömul í kór.

Nafnlaus sagði...

Ég bíð alltaf við hliðið á leikskólanum og læt Ástþór Örn bara taka dótið sitt saman sjálfur og hitta mig svo til að þurfa ekki að anda að mér öllum hóstanum...nei smá grín, mátti bara til.
Ég tók gersamlega allar pestir upp þegar drengurinn byrjaði á leikskóla, var verri en hann. Þetta kemur allt á endanum og maður krækir sér bara í eina og eina umgangspest eins og gengur. En það er nú varla hægt að reka þig Tinna mín, er þetta ekki gangur lífsins þegar byrjað er að vinna á leikskóla??

Takk fyrir kveðjuna á afmælisdaginn, viljum fara að fá þig í heimsókn sem fyrst eða líta til þín.

Svanhildur