miðvikudagur

tinnbert hinn illi

ókei... ég viðurkenni að ég hef verið doldið ill seinustu daga, ill í sálinni þ.e. og stundum þegar ég verð svona ill þá byrgi ég það inní mér því mér er oftast nær meinilla við að "ræða málin" en þá fóbíu má rekja til fyrrum stjúpföður míns sem hafði sérstaka unun af því að "ræða málin". þær málræðingar fóru þó oftast þannig fram að mér var tilkynnt hve illa gerð ég væri og hve óskaplega mikið sem hefði misfarist og væri að misfarast væri á mína ábyrgð. þ.a.l. hef ég andstyggð á því að tala um hlutina á alvarlegum nótum við nokkurn mann en vona þess í stað að úr málunum greiðist af sjálfu sér inní hausnum á mér. það gengur sjaldnast eftir og alltaf brenni ég mig á því hvað það er nú gott að ræða málin, og þá meina ég við gott fólk. þar kemur örninn minn og aðal ástæðan fyrir þessum skrifum til sögunnar. alltaf þegar ég gubba útúr mér tilfinningalegum vandræðum mínum eftir að hann hefur þjarmað að mér um stund líður mér þúsund milljón sinnum betur og allt lítur bjartara út. og hvernig er annað hægt... þessi gullengill segist hafa verið sendur á jörðina til að elska mig.

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

þú ert heppin með örninn þinn! það er best í heimi að eiga góðan kæró

Tinna Kirsuber sagði...

Dude, that´s sooooo true!