þriðjudagur

tinnbert spartverji

ég er ekkert sérstaklega málísk undanfarið, maður nennir ekki alltaf að vera að kvarta... það er reyndar vert að minnast á að við fórum í bíó með þrándi brósa um helgina nýliðnu á myndina 300. helvíti góð ræma verður að segjast, enda gerð eftir teiknimyndasögu frank millers. mér finnst að allir ættu að sjá hana, sérstaklega fólk sem er áhugasamt um magavöðva því þarna ber maður augum svo mörg "six-pökk" að það mætti helst halda að spartverjar hafi haft lítið annað að gera í fyrndinni en magaæfingar. en þrátt fyrir þann ófögnuð er þetta í alla staði ansi fín mynd einsog áður sagði, hressandi augnakonfekt. ég komst annars að þeirri niðurstöðu að ég hefði sómað mér vel sem spartverji og ég er nokk viss um að ég hafi verið svoleiðis í einhverju fyrra lífi. ég hef nefnilega ekki bara fullkomna skapgerð og skapgerðarbresti til að vera spartverji heldur er líka hægt að spila á "six-pakkið" mitt einsog þvottabretti...

Engin ummæli: