mánudagur

ég ætla að elta mágkonu mína á agalega fínan og nýjan stað... þið megið koma með þar sem það virðist hvort eð er borin von fyrir mig að læsa blogginu mínu. heimurinn vill mig! og ég vil ykkur... ég verð framvegis á kirsuberjakisa.bloggar.is. þar getið þið áfram fylgst að með mér í gegnum lífsins rússíbana ef þið hafið áhuga og gaukað að mér góðum ráðum við og við. ég hef samt ekki tíma til að skrifa neitt fyrr en á morgun en þarna verð ég framvegis.

bless elsku kirasu... með þér hef ég átt mínar bestu og verstu stundir undanfarin ár og þú átt ætíð stað í mínu hjarta.

Engin ummæli: