fimmtudagur

komiði þá sæl.
ég furða mig á léttri lund minni þessa dagana. ég ætla samt ekki að jinxa neinu og hugsa mikið um það, þá er þessi létta lund vís með að fara einhvert til andskotans. ég uppgötvaði að það að fá kvíðahnút í magann þegar piltur vill hitta mig geti ekki þýtt neitt gott svo ég ákvað að koma hreint fram. ég sagði piltinum að á meðan ég væri áð sigla þennann úfna tilfinningasæ þyrfti ég að vera ein í bátnum. hann skildi það því hann er hið mesta gæðablóð og auk þess ljóðskáld. auk þess hef ég komist að því að ég get ekki hætt að hugsa um fyrrverandi ástmann minn. ég er búin að reyna að tala dáldið illa um hann og hugsa um allar slæmu hliðarnar hans en það gengur heldur illa að sannfæra hjartað. og samt líður mér ekkert illa yfir þessu. ætli einhver sé að reyna að segja mér eitthvað, kannski forsjónin og almættið. eníveis þá er sá hinn sami með tónleika í kvöld og ég ætla að fara. ekki bara af því að ég er yfir mig ástfangin af honum heldur af því að efnisskráin er mjög spennandi. og nú er ég að sanka að mér vinum til að koma með mér og halda í höndina mína sem á eftir að titra af stressi og eftirvæntingu. kannski ég fái mér eitt rauðvínsglas áður til að róa taugarnar litlu og viðkvæmu.

ég fékk einmitt rauðvínsflösku gefins í gær því ég hélt matarboð fyrir yndislegu nágrannana mína. það er semsagt sálgreinirinn og kona hans læknirinn. þau hafa nú aldeilis reynst mér vel. það er gott þegar maður finnur hlýju frá stað sem maður átti ekki von á að kæmi nein sérstök hlýja frá. svo eftir matinn tókum við skák og drukkum kafii úr hollenskum bollum. ég skíttapaði skákinni að sjálfsögðu en útfrá því kom upp hugmynd um að stofna skákfélag garðastrætis. ég fékk lánaða voða barnalega skákbók sem ég ætla að lesa spjaldanna á milli og svo verður fyrsta skákmót skákfélags garðastrætis haldið. við fengum líka hugmynd um að opna gallerí þarna á garðastrætinu. sú hugmynd er nú í þróun í hugmyndalegu legi mínu.

ef ég væri með internetið heima hjá mér myndi ég skrifa mun meira. ég fæ til dæmis oft sniðugar hugmyndir um miðjar nætur sem mig langar til að deila með ykkur eða þér hjörtur en þá er lítið við því að gera. og að morgni dags eru þessar sniðugu hugmyndir horfnar. ég þoli ekki að sitja hérna á bókasafninu þar sem að allir anga af svitafýlu og ég hata svitafýlu.

ég vona að hann sjái mig í kvöld og að hjartað mitt slær aðeins fyrir hann.

bless.

Engin ummæli: