þriðjudagur

fór á gothika í gær. jú jú svosum ágæt en ég grét samt ekki. hef pervíska löngun til þess að láta bregða mér þegar ég fer í bíóhús og hún uppfylldi það þó. síðar um kveldið horfði ég á vídjó með þorra, kötu og gulla á sweet sixteen sem er ægilega mikilll mannlegur harmleikur. nú í dag er ég bara svo þreytt því að það eru ormar sem skríða um iðrin á mér og éta mig. og ég og litli ætluðum að mála vinnusalernin í dag. ég verð bara að komast upp í rúm um leið og ég kem heim. baða líkamann og lúlla. en ég skal viðurkenna ástæðu þreytunnar.... ég keypti mér bridget´s jones diary um daginn og ég get ekki hætt að lesa hana, mér finnst hún svo skemmtileg. og hana var ég að lesa til 3 í nótt. í dag eru nákvæmlega 3 vikur þangað til að ég verð 25 og ég verð spenntari og spenntari með hverri mínútunni. gestalistinn er kominn á hreint og allt. nú verð ég bara að byrja á búningnum.... hí hí hí... ég vona að allir muni mig á afmælisdaginn. p.s. maður kom í dag að kaupa blekhylki og sagði við mig að hann kæmi bara til að sjá mig því þá færi hann alltaf í svo gott skap. honum finnst ég víst svo krúttileg og með fyndna rödd. what!!!???? sagði ég bara eins geyfluð og dimmrödduð og ég gat því ég kann ekki að taka hóli. see ya!
love me

Engin ummæli: