fimmtudagur

það er alveg stórmerkilegt að þegar ég ligg uppi í rúmi á kvöldin fer hugurinn á flug og ég fæ bestu blogghugmyndir sem um getur. ég tel mér iðulega trú um að þar sem ég ligg nakin undir heitri sænginni, við það að sofna taki því varla að standa upp til að skrifa þessar nóbelshugmyndir niður. þær verða á sama stað að svefni liðnum. en alltaf er það sama sagan, þegar ég vakna morguninn eftir er allt horfið úr hausnum eins og dögg fyrir sólu. það eina t.d. sem ég man núna af snilld gærkvöldsins er að þunnt kaffi fer óskaplega í taugarnar á mér og getur alveg gert mig brjálaða. engin rosaleg snilld en þið bara hefðuð átt að vita...
ég hef völdin í ritföngunum í dag sökum veikinda barna sem starfsfélagar þurftu endilega að eiga. það er hreint ekki þægilegt og enginn tekur mig alvarlega sem alvitra.
í gær fór ég í bíó með rafvirkjanum, gulla og dóru wonder. réttara sagt bauð ég þeim af því að innst inni er ég öðlingur. starsky & hutch er frábær mynd, afskaplega fyndin. nema hvað að mér er helst til illa við hvert leikferill juliette lewis stefnir. hún lék t.d. einhverja ægilega vitlausa hjásvæfu vonda kallsins í myndinni og birtist bara í nokkrum atriðum. sú var tíðin að hún þótti ansi efnileg. hver man ekki eftir henni í strange days sem er nú ein af mínum uppáhalds myndum. svo kann hún líka að syngja stelpan.
í dag ætla ég að kíkja í kringluna með litla eftir vinnu. skipta buxum og fá mér eitthvað fínt í staðinn. nú svo eru uppi hugmyndir um utanlandsferð til amsterdamborgar til að hitta frjálsa frændann. það er þó ekki fyrr en í maí. ég vona að það endi ekki í einhverri andskotans eiturlyfjaneyslu.
og í kvöld fæ ég kannski fiðrildi í magann... see ya!
gestabók

Engin ummæli: