miðvikudagur

kæru landsmenn! blogg dagsins er tileinkað systur minni henni móu sem í dag heldur upp á annað kvartaldarafmælið sitt eins og góðum öldungi sæmir. til hamingju elsku móa! ég elska þig ekki bara útaf því að þú hlærð að öllum bröndurunum mínum, sama hvernig þeir eru... heldur af því að þú ert frábær!
í dag er það ministrone minna en 1% fita bollasúpa, helvíti góð!
í gær fæddi ég stein og gulla sem fóru svo. eftir pulsurnar hélt ég áfram að horfa á twin peaks sem ég hef aldrei gert áður. og nú er ég orðin húkt. mikið afskaplega eru þetta góðir þættir. ég hætti svo að horfa þegar myrkrið var skollið á og atriðin fóru að hræða mig. um svipað leyti ákvað ég að baða mig og þá hringdi pilturinn sem ég er með pínu fiðrildi í maganum útaf. það var gaman.
í kvöld fer ég í bíó í boði gunna dungal á starsky & hutch umvafin karlmönnum. fyrir það mun ég skoða pulsu sem hildó&baldur eignuðust 10. desember s.l. ég hef samt engan sérstakan áhuga á börnum og hef aldrei bitið í eitt nema þá kannski helst þegar ég var ein af þeim sjálf...
ég ákvað í gær að vera ekkert að ganga um með dr. seuss húfuna meir. það virtist hafa mjög neikvæð áhrif á gamalmenni sem hlupu skrækjandi í burtu þegar ég nálgaðist þau með meters háu og röndóttu húfuna brosandi æsingslega eins og kötturinn í lísu í undralandi. maður verður stundum að passa sig... see ya!
gestabók

Engin ummæli: