þriðjudagur

af því að á föstudaginn verður frumsýnd kvikmyndin cat in the hat eftir sögu dr. seuss er ég með röndóttan og risastóran hatt á hausnum. mér líður keimlíkt og manni sem fer til vestmannaeyja að skemmta sér um verslunarmannahelgi. en ástæðan fyrir því að ég er að minnast á þetta er sú að ég virðist vera eina manneskjan á þessum vinnustað sem lítur ekki það stórt á sig eða tekur sjálfa sig það alvarlega að ég get ekki einstaka sinnum verið með asnalegan hatt. ég fór bara að huxa... hvers vegna hættum við að leyfa okkur fíflaskap? og bæ ðe vei þá er ég bara andskotans krútt með hattinn. tintin in the hat...
hey! ég fann líka fyrsta hvíta hárið mitt í dag! jeiiiijjjjj! tventífokkíngfæv!!!
gestabók

Engin ummæli: