þriðjudagur

ég vil þakka samstarfsmönnum mínum kærlega fyrir að hafa reynt að drepa mig úr sulti í dag. en þetta var að sjálfsögðu allt biðinnar virði þegar maður fær bragðið af yndislegu minna en 1% fita bollasúpunni með núðlum og kjúklingi...
ég hata þegar ég sýð pulsur og sama hvað ég passa mig og fer varlega springa þær alltaf þegar ég sting gafflinum í þær. verð að eignast svona töng. og talandi um pulsur, ég á ennþá eftir 25 stykki og 8 lítra af kartöflusalati. þess vegna efni ég til pulsupartýs í kvöld. allir velkomnir sem borða pulsur. ég er að tala um vini mína, ekki einhverja ókunnuga ístrubelgi. ég veit að ég er að minnsta kosti að fara að hitta gullið mitt og borða pulsur með honum og horfa á twin peaks í kveld.
í gær þreif ég leifarnar af afmælispartýinu og bar 100 kílóa sófa niður stigann heima hjá mér. það get ég af því að eitt sinn vann ég við að landa timbri í eimskipahöfn. nú vinn ég við að selja plebbum blýanta og sjálfsvirðingu sem þau tapa í sinni vinnu af því að þau vinna öll hjá æpandi þingmönnum eða tollstjórum og þegar þau koma til mín geta þau æpt og öskrað að vild á mig sem virðist færa þeim einhverja fullnægju. það er yndislegt að vera í gefandi starfi. annars fann ég nærbuxur á milli sessanna í sófanum og þær voru ekki af mér. auglýsi eftir eigandanum.
see ya! p.s. birta! skrifaðu í gestabókina ef þú ert á annað borð að lesa þessa vitleysu...
gestabók

Engin ummæli: