mánudagur

gleðilegan mánudag! afmælið fór vel fram fyrir utan að mig grunar sjálfa mig um að hafa grætt einhvern og biðst ég forláts á því. gestir komu flestir hverjir í skemmtilegum búningum, ef ekki bara allir en ég gleymdi að gefa verðlaun fyrir besta búninginn og dreifa 25 ára glimmerinu útum allt gólf en það gerir ekki að sök, það nógu viðbjóðslegt á heimili mínu nú þegar án þess að ég fari að eyða mörgum klukkustundum í að tína eitthvað glimmer upp af gólfinu. ég á semsagt efir að þrífa eftir herlegheitin því ég eyddi gærdeginum nánast öllum uppi í sófa í annarlegu ástandi.
ef ég ætti núna að segja hver hefði verið í besta búninginn myndi ég vera í afskaplegum vandræðum því að þeir báru margir hverjir af og sérstaklega þá hugmyndirnar. mig langar til að nefna litla sem var óaðfinnanleg sem audrey heburn, hugmyndin hjá hulla og friðriki að vera hvor annar var ansi fyndin og tókst þeim frábærlega til og jafnvel svo vel að undarlegir hlutir gerðust sem eiga sér aðeins fraudískar útskýringar held ég... bryncí var líka frábær sem kiss gaurinn með stjörnuna í andlitinu, man ekki hvað hann heitir og sló sérstaklega í gegn þegar hún endaði partýið á sokkabuxunum í anda kissverja. móa var dásamleg sem frida og mér finnst að ég ætti líka að fá smá hrós fyrir melluútgáfu mína af emily strange. svo fékk ég frábærar afmælisgjafir og vil ég nota tækifærið til að þakka fyrir þær. takk fyrir afmælisgjafirnar!

gestabók

Engin ummæli: