fimmtudagur

í gær fór ég í mjög aumkunarverða búðarferð eftir vinnu til að finna mér eitthvert æti. ég endaði á því að kaupa mér 6 forsoðnar og vakúmpakkaðr fiskbollur á 2hundruð og eitthvað krónur. ég hugsaði með mér að ég gæti borðað 2 fiskbollur á kvöldi og þá myndi pakkinn duga í 3 daga. en þegar heim var komið var ég svo úlfhungruð eftir þessa einu helvítis bollasúpu í hádegismat að ég freistaðist til að fá mér 3 fiskbollur og rústaði þar af leiðandi öllu planinu. tekur mjög á taugarnar að rústa ákveðnu plani þegar maður er hálfur þjóðverji. reyndar gaf ég köttunum með mér en þetta voru helvíti góðar fiskbollur!
á mánudagskvöld sat ég með óráði uppi í sófa að glugga í teiknimyndasögur. skyndilega tók prumpa, elsta dóttir mín viðbragð og byrjaði að stara ákaft út í tómið og veifa loppunum. fyrst hugsaði ég með mér að hún væri núna loksins búin að tapa því eða þá að kannski hefði fyrsta fluga vorsins flögrað inn til mín. svo að ég tók einnig við að stara ákaft út í tómið. í fyrstu sá ég ekki neitt en svo varð ég rangeygð og reyndi að fókusa og viti menn! fyrir framan mig, hangandi úr loftinu var ein viðbjóðslegasta könguló sem ég hef á ævinni séð. þeir sem þekkja mig ættu að vita að ég er sjúklega mígandi hrædd við köngulær, sérstaklega þegar þær birtast upp úr þurru hangandi í loftinu um miðjan vetur. ég öskraði og stóð þannig rosa lengi úti á miðju gólfi með víðáttubrjálæði. hljóp svo inn á bað og sótti hárspreyið, greip zippo kveikjarann, hóf spreybrúsann á loft, kveikti á kveikjaranum og steikti helvítið. og hana nú!
óskalisti:
1. dvd spilari
2. glerhjálmurinn eftir sylviu plath
3. sex&thecity, sería 4&5 á dvd
4. handryksuga
5. baðvog úr þorsteini bergmann
6. tónlist
7. expressókönnur, litla & stóra
8. sígarettur
9. allt sem til er í heiminum með emily strange

Engin ummæli: