miðvikudagur

ola kæru vinir! eins og áður sagði var ég með heilaæxli, ég kýs að kalla það óskarsæxlið, en það er blessunarlega horfið núna og ég mætti til elskulegu og vellaunuðu vinnunnar minnar galvösk í morgun. þar var mér fagnað með hvítum dúfum og fjöldasöng starfsfélaganna. gott er að eiga góða að.
ég er að sjálfsögðu svo spennt núna og full tilhlökkunar að ekkert ský getur dregið fyrir þá sólu. ég á nefninlega afmæli næsta þriðjudag, eftir 6 daga. ég er með það sem kallast birthdaybabysindrome. og trúið mér, þið verðið minnt á þetta allt til seinasta dags. það skal ekki fara fram hjá neinum að ég, tinna damjanowitch ævarsdóttir verð 25 ára 9. mars n.k. svo að ef þið eruð lítið hrifin af birthdaybabysindrome og sjálhverfu, hættiði þá að lesa þetta blogg!
ég er líka pínu spennt yfir nýja þættinum sem byrjar á skjá 1um í kvöld. true hollywood stories. það hljómar safaríkt. en fjandinn hafi það, það er á sama tíma og ER!!! nú verð ég að gera upp á milli nýungagirninnar(eitthvað sem ég hef aldrei þjáðs af) og gömlu vinanna. hvort er það, ER eða hitt, hitt eða ER. Aaaaaaaaaaaaaahhhhhhhhhhh, mér finnst höfuðið á mér vera að springa!!!
föstudagur: byrjaði að drekka rauðvín um leið og ég kom heim úr vinnu. á tóman maga og varð þess vegna strax full. en auðvitað verður maður að fagna rosa góðu útborguninni. ég bara þarf ekki að fá útborgað í næsta mánuði þetta var svo frábært núna(þetta er kaldhæðið grín ef svo kynni að vera að vinnuveitendur mínir lesi þetta). svo kom hulli minn í heimsókn. gott að vera búin að endurheimta þann vinskap á ný. ég saknaði þín hulli, hulli skemmtilegur. sko, það er nefninlega bara þannig að ef maður hefur óvart misst samband við einhverja manneskju í smá tíma þarf maður bara að pína sig í gegnum eina eða tvær vandræðalæegar samverustundir og ef maður getur það verður allt eins og áður var og jafnvel betra. og hana nú! allavega, héngum bara yfir spjalli og tv.
laugardagur: baðaði mig og gekk til kringlunnar. allir geðveikir þar svo ég fór aftur út. borðaði cheerios og bjórhnetur. heill sé útborgun! ég drakk svo mjög siðsamlega áfengi með litla og hulla í tinnuborg uns við héldum á kaffibarinn. þorri minn kom líka þangað og við fórum í sannleikann eða kontor sem er þrátt fyrir allt mjög þroskaður leikur. ég var t.d. látinn spyrja upprennandi ljóðskáld í vorri borg hvað klukkan væri og skömmu síðar segja honum að ég hefði verið að dáðst að honum allt kvöldið. þetta er búið að vera fyndið í minningunni þangað til núna. ómægod, aulahrollur BIG TIME! seinna um kvöldið sagði svo sætur piltur mér að ég væri með lostafull augu. ég hef ekki getað slitið mig frá speglinum síðan þá af fryggð. en hvað eru lostafull augu? logar eldur inni í þeim?
sunnudagur: jukk, þunn. mjög þunn... en fór í bíó með hulla á american splendor sem er ÆÐI! fyndin og ÆÐI!
þeir sem hafa áhuga á að vita ættu að vita að ég fer í sumarfrí 28. júní og verð til 21. júlí. jibbí, sumarfrí. fullorðinslegt að fara í sumarfrí... ætli ég verði bara ekki full á austurvelli allan tímann og með ófrið í búðinni minni...
að lokum vil ég biðja ykkur öll um að sameinast með mér í mínútu þögn til heiðurs litla sem er að fara að dansa í danssýningu á laugardaginn. gangi þér vel litli, þú ert í hjörtum okkar allra! see ya!
love me

Engin ummæli: