þriðjudagur

að hugsa sér! í morgun hlustaði ég á fréttir og reykti morgunsígarettuna og drakk kaffi með mjólk og sykri. ég hélt að bandaríkjamenn væru hættir að koma mér á óvart þangað til í morgun. en þá heyrði ég í fréttunum að fyrir ári þegar einhver hópur af usa hermönnum bað um aðstoð félaga sinna við einhverja smávægilega íraks innrás hafi það ekki farið betur en svo að þeim tókst sjálfum að slátra 10 af þessum 18 hermönnum sem áttu að koma til aðstoðar. ég skil þetta ekki alveg, ég skil ekki neitt alveg... og svo er bara búið að kuta ruminn sem sökkti dópfulla manninum úti á landi. ég fer að halda mig bara heima.
ég hef komist að því að önugheit mín megi rekja til fyrirtíðarspennu, ég mun því, kæru lesendur væntanlega halda áfram að agnúast fram á næsta þriðjudag eða miðvikudag. eitt er það sem gæti glatt mig og það væri ef ég gæti tekið nýju útgáfuna af barbie sem er gerð eftir swan lake ballettinum heim með mér eftir vinnu í dag og setið í sófanum og strokið á henni hárið. það væri gott...
ég hef ákveðið að gera leiðarvísi að mér. það væri ágætt ef við fyrstu kynni ég gæti bara útdeilt bæklingi með helstu upplýsingum um mig og þá vissi fólk hverju það ætti von á. þetta myndi til dæmis taka vafann af því að finnast einhver ekki vita nóg um mig eða ekki vera nógu áhugasamur við að komast að upplýsingum. fólk gæti strax afskrifað mig og það myndi því ekki vefjast neitt fyrir mér hverja ég þyrfti að vera kumpánleg við og hverja ekki. þetta er allt farið að hljóma einum of brjálæðingslega. ég er farin að skoða fasteignir. see ya!
gestabók

Engin ummæli: