þriðjudagur

önnur færsla, þetta var skrifað í bók uppi í rúmi á laugardagsmorgni þegar ég var afskaplega þunn og þenkjandi: ég tel mig vera konu sem yfirsést fátt, ég hef meira að segja gengið svo langt að telja sjálfa mig haldna yfirskilvitlegum hæfileikum þegar það kemur að því að sjá út um hlutina. þá er ég ekki að meina það sem viðkemur stærðfræði eða að muna nöfn á fjöllum. þess vegna veit ég að ef og þegar þar að kemur mun ég verða mjög góð en ákveðin móðir. önnur saga og alls ótengd þessari. en þar sem að mér yfirsjást hlutir sjaldan nema ef að þeir tengjast mínum eigins skapgerðarbrestum er ég nokkurn veginn alltaf með vaðið fyrir neðan mig og veit hvar ég stend. ókei, oftast... og hér er einmitt ein undantekning. t.d. þegar ég sit á klósettinu búin að gera númer 2, ekki kasta upp sætar stelpur kúka líka, og uppgötva að klósettpappírinn er búinn því að ég tók seinustu rúlluna úr skápnum um daginn og setti hana í græna klósettrúllu hangi dótið sem er við hliðina á klósettinu. græna klósett rúllu hangi dótið er tómt. þess vegna þarf ég að hrópa hástöfum af dollunni, sem ég get ekki staðið upp af af því að ég er dama, í gegnum blessunarlega þunnu veggina og biðja nágranna minn um að koma með eins og eina salernisrúllu. eina ástæðan fyrir því að ég græt ekki af niðurlægingu svona sitjandi óskeind þegar hann kemur rúllunni í gegnum örþunna rifu á hurðinni er að hann er prestur og því líklega með aðeins meira umburðarlyndi fyrir skömm annara í hjartanu. þegar þessari þrautargöngu er loks lokið þvæ ég mér um hendurnar og eyrnapinna eyrun. og sem ég opna klósettskápinn til að henda eyrnapinnanum rek ég augun í síðustu klósettrúlluna í neðstu hillunni, baðaða guðdómlegu ljósi og ósnerta... þetta er hápunktur niðurlægingarinnar fyrir utan þegar ég missti meydóminn... see ya!
gestabók

Engin ummæli: