mánudagur

ola ola ola!
mikið afskaplega er þetta frábær dagur og ég í svona afskaplega góðu skapi. það er líklega af því að ég er akkúrat núna stödd inni í miðjum tíðarhringnum... annars er þetta líka stórmerkilegur dagur og engin furða að ég sé svona hress. hún birta mín á nefnilega afmæli í dag og er hvorki meira né minna en tventífokkíngfor(einu ári yngri ég). birta er haldreypi mitt í raunveruleikann sem við lifum í, sálufélagi og besti besti besti vinur minn á þessari vetrarbraut. og gott ef við erum ekki búnar að vera vinkukonur í 10 ár, heilan áratug! en bestu vinir höfum við verið í einhver 6 ár. uppgötvuðum það eitt kvöld þegar ég var 19 ára lesbía og birta 18 ára og búsett á laugaveginum. í mikilli ofurölvun rann það upp fyrir okkur að það hlyti að hafa verið ætlun forsjónarinnar að leiða okkur saman og síðan þá höfum við verið bestu vinkonur. ég tel mig vera lukkannar pamfíl að eiga hana birtu, hún hefur staðið með mér í gegnum allt súrt og sætt þó hún hafi grunsamlega oft verið í útlöndum í hvert skipti sem ég hætti með kærustum eða var í einhverju dípressíón. hún sparkar í rassinn á mér þegar ég byrja að væla og hrósar mér meira en margur þegar ég á það skilið og ég elska hana. hún er einmitt stödd núna í new york með rappsurtum og hryðjuverkum. vona að hún fari sér ekki að voða. til hamingju með daginn elsku birta, þú lengi lifi. húrra húrra húrrrrrrraaaaaaa!!! hlakka til að fá þig heim dúlla.
see ya!
gestabók

Engin ummæli: