fimmtudagur

ola!
átti leið fram hjá internetinu og ákvað að kasta á ykkur kveðju. fyrsti dagurinn í sumarfríinu og í gær fékk ég lyklana að grettisgötunni. swing! held þó út á landið eftir 4 tíma eða svo. ég fór í bankann áðan til að greiða einn reikning sem ég hafði gleymt í seinasta mánuði á korktöflunni. upphaflega fékk ég mér þessa korktöflu til að setja reikningana á einmitt svo ég gleymi ekki að greiða þá. það samstarf hefur ekki reynst farsælt. í bankanum var múgur og margmenni því í dag er jú 1. júlí. fyrsti er alþjóðlegur bankadagur. þá tók ég eftir því, því ég er svo athugul ung stúlka að konurnar í bankanum eru allar í afskaplega óþægilegum skóm að mér virðist. ýmist eru það níðþröngir pinnahælar eða eiturheit leðurstígvél. svo mér er spurn... ætli bakveikindi séu ekki yfirgnæfandi atvinnusjúkdómur í starfsgeira bankakvenna? og jafnvel inngrónar táneglur og beinarýrnun í fótum... hvað um það! ég fer þá núna fyrir fullt og allt í nokkra daga til að hugsa minn gang um ástina og lífið.
see ya!
gestabók

Engin ummæli: