fimmtudagur

bleika marineringin er í gangi en ekki júróvisjón. ég fæ mig ekki til að kveikja á sjónvarpinu til að horfa á selmu í ljótustu múnderingu sem ég hef á ævinni séð.
nú er ég að lita bleika hárið bleikara í síðasta skipti eða þangað til að ég fer á hárgreiðslustofu og læt lita rótina. ákvörðunin um að halda bleika hárinu lengur hefur verið tekin inni í bleika kollinum. og svo fæ ég mér gott barefli til að lumbra á þeim sem kalla mig sollu stirðu.
mmm... föstudagur á morgun en ekki fimmtudagur. ég ætla á barinn. þúsundasta djammtilraunin! og ég er jafnvel að hugsa um að skella mér líka á mugison á nasa og gráta dáldið eins og mér er tamt á tónleikunum hans af því að þeir eru alltaf svo fallegir. og svo kemur birta besta skinn auðvitað á morgun. það kallar svo sannarlega á hátíðarhöld.
það er fólk að koma að skoða íbúðina á morgun. það er stressandi. stressandi að hugsa til þess að þurfa flytja og stressandi af því að það er allt í drasli og uppvask seinustu vikna í stöflum við vaskinn. það fær mig til að hugsa til þeirra liðnu tíma þegar ég kom heim úr vinnu og ryksugaði hvern einasta dag og vaskaði upp. hvað varð um þá tinnu?

1 ummæli:

Nafnlaus sagði...

hún kemur aftur þegar þú flytur. bílíf. þegar ég var nýflutt týndi ég fötunum eftir djamm því þó ég væri við dauðans dyr tókst mér að henda þeim frekar efst inn í skáp en á gólfið.

betsí