fimmtudagur

ég fór og gaf öndunum brauð áðan. fátt er jafn yndislegt í tinnu lífi og að gefa öndunum brauð. það er eitthvað svo róandi við það. ég keypti ekki sokkabuxurnar bleiku en þess í stað fór ég í tiger og keypti ruslafötu, púða með mynd af kisu á og litla spiladós sem spilar bryllupsmarchen eftir mendelssohn. dagarnir eru byrjaðir að líða hratt í vinnunni þrátt fyrir að ég sé að bíða. bíða eftir því að hætta. ég eyði 60% af deginum í að tala ensku útaf túristunum og áður en ég veit af er ég byrjuð að hugsa á ensku. stundum tala ég líka óvart ensku við íslendinga. það getur verið mjög niðurlægjandi og fólk móðgast oft. dimmalimm borðar seríósið með mér...

Engin ummæli: