mánudagur

jæja jæja...
er á fjórðu sígarettunni, kaffið orðið kalt og finnskur tangó hljómar í fermingargræjunum. gleymdi að kaupa mjólk í gær þannig að ég þurfti að drekka kaffið svart með sykri. mig hefur reyndar alltaf dreymt um að geta bara drukkið kaffið svart, með engum sykri og reykja moore sígarettur því að þær eru svo kúl... næstum svartar. en í staðinn drekk ég kaffi með mjólk & sykri og reyki marlboro lights sígarettur með brúnum fílter. það er örugglega alveg jafn kúl og hitt í einhverri annarri veröld.
ég elskaði að vakna í morgun. ég elska morgnana þegar ég get slappað af í náttfötunum fram eftir öllu. og svo er ég þeim kostum búin að hafa alltaf þótt svefn óþarfur eða óþörf tímaeyðsla nema svona rétt yfir blánóttina. þess vegna sef ég aldrei mikið lengur en til níu á frídögum og það kalla ég að sofa út. fram til tíu er í lagi en mikið lengur eftir það er bara vandræðalegt og veldur angist.
af því að það var ekkert fréttablað í morgun og ekki er ég áskrifandi af fréttablaði sjálfstæðis- og framsóknarmanna, morgunblaðinu, þurfti ég að lesa eitthvert viðbjóðslegt unglingablað með kaffinu. ástæðan fyrir veru þessa ósmekklega unglingablaðs heima hjá mér er sú að ég keypti það bara af því að það fylgdi svo óskaplega falleg snyrtibudda með því. þegar ég fletti í gegnum þennan ósóma þakkaði ég gluði fyrir að eiga ekki ungling, aðallega unglingsstúlku fyrir afkvæmi. þvílíkt og annað eins! þetta blað stílar inn á stúlkur á aldrinum 14-18 ára en það er ekki skrifað um neitt annað í því en hvernig eigi að vera sexí, raka á sér skapahárin án þess að skera sig og sofa hjá. ég var reyndar bara kornabarn þegar ég svaf fyrst hjá, nýorðin 14 ára en það hefur aldrei valdið mér neinum vandræðum síðar á lífsleiðinni. ég varð ekki vergjörn fyrir þær sakir að hafa sofið svona snemma hjá. hef bara tvisvar eða þrisvar átt einnar nætur gaman sem telst ekki mikið á íslandi, auk þess sem að ég hef enga ánægju af því að sofa hjá einhverjum sem ég þekki lítið sem ekkert. allt í lagi að fara í sleik, það er annað mál... og ég slapp meðal annars við klamydíu faraldinn sem herjaði á mosfellsbæ þegar ég bjó þar sem ung stúlka af því að ég var pollýanna eða lesbía eins og strákarnir kölluðu mig af því að ég laggst ekki á bakið fyrir þá eins og einhver lóðatík eða flugfreyja. en hvernig heimur og blað er það sem segir 14 ára stelpu hvernig á að raka á sér píkuna og vera sexí fyrir stráka? ég skil það ekki. þegar ég verð móðir verður passað upp á þetta! engir g-strengir (jukkjukkjukkedíjukk!), enginn píkurakstur og hjásofelsi fyrir lögaldur. ég ætla allavega að reyna að passa upp á þetta á meðan að ég hef tök á því og án þess að fara yfir strikið.
ég og bibbert horfðum á eina óuppgötvaða kvikmyndaperlu í nótt. ég þurfti eitthvað til að leiða hugann frá the ages of lulu, meiri viðbjóðurinn sem það var... bibbi keypti einhvern fjórfaldan dvd disk með octopus, octopus 2, spiders og spiders 2 á. örugglega enginn sem les þetta kannast við þessar myndir. þetta eru nefnilega ekki svona költ myndir gerðar 1950 og eitthvað heldur nýjar myndir. og ekki í b-flokki heldur ö-flokki skyldi ég ætla. við horfðum á spiders í gær. og þeir sem þekkja mig vita að mér er meinilla við andskotans-djöfullegu-börn satans köngulær. en þetta var mögnuð mynd, eiginlega bara frábær af því að hún var svo óendanlega glötuð og hallærisleg. fyrir utan köngulóna sem stækkaði og stækkaði og þegar ég sofnaði var hún orðin jafn stór og hallgrímskirkja. ég ætla að horfa á octopus í dag til að pína sjálfa mig. mér finnast kolkrabbar líka djöfullegir, sérstaklega risa-kolkrabbar. kolkrabbar, köngulær, kakkalakkar, margfætlur, krókódílar, trúðar og kvensjúkdómalæknar koma frá helvíti...

1 ummæli:

Svetly sagði...

...æi þú ert svo mikill snillingur barn..