mánudagur

hvað er hafragrautur annað en herramannsmatur? og kattamatur greinilega líka því að kisurnar mínar, þær páka og dimmalimm gátu ekki séð mig í friði á meðan ég át hafragrautinn minn. ég þurfti að borða standandi og labba um með skálina þær vildu svo ólmar komast í hana. gott að vita af þessu. ég gæti nefnilega lifað á hafragraut og gerði reyndar einu sinni þegar ég var með ástarsorgaranorexíuna og þurfti að neyða mig til að borða. þannig að ef ég lendi í því að eiga alls enga peninga, hvorki fyrir katta- né mannamat elda ég bara hafragraut handa allri fjölskyldunni og allir eru glaðir.
ég get endalaust bölsótast yfir því hvað fingurneglur vaxa hratt. ég þoli ekki að vera með langar neglur og þess vegna þarf ég að klippa þær allavega einu sinni í viku. mikið væri ljúft ef fingurneglur myndu vaxa á sama hraða og táneglur. þá væri lífið fullkomið!

Engin ummæli: